Wednesday, October 03, 2007

Smá uppdate

Sælir Íslendingar,

Hérna er bara allt ágætt frétta, verkefnið hefur þó ekki gengið eins "smooth" og ég var að vona en þetta hlítur allt að reddast.

Helst búið að ske síðan síðasta blogg, jeppaferð, veiði (stöng og byssa), afmæli og party. Búinn að setja inn eitthvað af myndum.

Núna er sumarið óðum að koma og liðið sem ég bý með vildi endinlega fara og kaupa padling pool fyrir íbúðina. Við fórum út í búð og þar rakst ég á þessa frábæru vatnsrennibraut. Ég náði með því að beyta mikilli sanfæringu og lygum að þessi vatsrennibraut væri miklu sniðugri heldur en einhver asnaleg padling púl. Brautin hefur meira að segja 700 W loftdælu sem þarf að vera stöðugt á, eins og hoppukastali.



Svo er ég að fara á til Ástralíu eftir nokkrar vikur á Gold Coast ætla á Indy 300 kappakstur og ökuskirteinið mitt endurnýjast sjálfkrafa við að fara úr landinu, svo ég þarf ekki að taka bílpróf hérna. Búinn að falla tvisvar, stend ekki í svoleiðis bulli.

Jæja skrifa kannski meira síðar.

Sælar.

Tuesday, July 24, 2007

Verkefnið

Hæhæ,

Leiðbenendurnir mínir voru að fá rosalega flottan styrk út á verkefnið sem ég er að vinna í. Þetta er verkefni sem er unnið í samvinnu við Otago University, læknaskóli. Þetta er búið að vera í fréttunum, t.d. hér. Leiðbenandinn minn heitir Mark Staiger, það er vitnað í hann í greininni. Þannig að það eru held ég spennandi tímar framundan í þessu verkefni.

Eins gott að fara að gera eitthvað!!!!
Kv. Ingó Salt.

Thursday, July 12, 2007

Skíði og hattar

Jæja, jæja.

Hvað segið þið gott. Var að renna niður síðasta matarbitanum, fiskur. Í gær fékk ég mér kjúkling, medium steiktur með alkonar dóti. Er að spá hvað ég eigi að fá mér í matinn á morgun, kannski eitthvað öðruvísi, þorsk eða nautahakk. Annars er klukkan að nálgast níu hérna svo maður þarf að fara að huga að því að koma sér í háttinn.



Héldum hatta party hérna um daginn tókst mjög vel, það komu nokkrir félagar Holly hingað frá Dunidien og voru hérna yfir eina helgi. Myndir hér.


Um síðustu helgi fórum við nokkur héðan til Queenstown á skíði. Það var alveg rosalega fínt. Myndirnar tala sínu máli, hér.

Jæja nenni ekki að skrifa meir,
Heyrumst og njótið hitans heima.
Gollinn

Thursday, June 28, 2007

Arthur´s Pass, ganga

Halló


Langt er liðið síðan gönguskórnir hafa verið reimaðir og var ákveðið að bæta úr því. Kl:06:00 á mánudags morgun var haldið af stað frá Chrischurch að Arthur´s Pass. Fórum ég, grasekkilinn Hilmar og serpinn Einar á nýja veiði trucknum mínum. Serpinn fór léttur vegna alls þess kjöts sem hann átti að bera heim.

Um kl:10:38 vorum við komnir í skálann í þessu líka blíðskaparveðri fengum okkur kaffi og dux og héldum í göngu með byssu í annari. Óðum við á, snjó, skóg, mýri og fjöll og allt kom fyrir ekki ekki létu neinir fjórfætilingar á sér bera (Verð að taka það fram að áin var 2°C og hefur mér trúega aldrei verið jafn kalt á tánum, Einar óð hana í vöðlum). Var haldið í koju eftir curry ala Hilmar og nokkra sopa af brendu víni í fun heitum og góðum skálanum. Úti hiti var um -8°C þetta kvöld.


Var risið úr rekkju kl:07:00 daginn eftir og leikurinn endurtekinn nema eingin mýri var vaðin þennan daginn og áin var ekki heldur vaðin í þetta skiptið, heldur ákvað Einar að enda skildi góða ferð á því að synda í henni. Einar er mikill forkur er kemur að köldu köldu vatni enda búinn stunda skrítin sunfélagskap á Íslandi. Ekki máttum við Hilmar minni menn vera og ákváðum bara að gleyma hvað áin hafði verið köld kvöldið áður og skelltum okkur á útí.


Frábært veður á flottum stað í góðum félagskap = Góð ferð. Ég reyni að koma myndum inn á morgun.

Heyrumst félagar.



Monday, June 11, 2007

Kolviður

Ég mæli með því að þú "kolefnisjafnir" þig HÉR.


Þetta er frábært verkefni, þetta virkar þannig að það er reiknað út hvað bíllinn þinn sleppir miklu koldíoxíði á ári og þú getur keypt gróðursetningu á trjám sem eiga að binda sama magn afkoldíoxíði. Aðallega verður notast við íslenskar trjátegundir.

Ég borgaði 5800 kr. fyrir 39 tré.

Okkur munar flestum ekkert um þetta. Það þarf kreditkort og það tekur um 3 minútur að gera þetta.

Ef þú hefur ekki hug á að "jafna" þig, þá mæli ég með því að þú horfir á inconvenient truth. Mjög góð mynd.

Heil Benzin

Thursday, June 07, 2007

Guns N´Roses

Er að fara á tónleika með þeim hérna í Christchurch 3 Júlí kl:08:00 p.m.


Varð að monta mig, verður bara rosalegt. Annars er það er nú bara Axl sem er upprunalegur, en það er búið að bæta við nokkrum stöðum í bandinu, t.d eru þrír gítarleikarar til að reyna að feta í fótspor Slash.
Viggó sá þá í fyrra og sagði að þeir hefðu verið rosalegir.

Cya.

Sunday, May 13, 2007

Rugby

Jæja sælt veri fólfið á þessari sorgar kostninganótt.

Ég er kominn í rugbylið hérna í skólanum, spila stöðu 1 eða 3 sem er framherji. Framherjar eiga að sjá um að greyða leiðina fyrir hinum í liðinu, semsagt þeir eru þessir stóru vitlausu sem er fórnað.

Ég spilaði minn annan leik í gær með liðinu, unnum hann 34-0 ekki slæmt og var ég bara þó nokkuð inn á. En seinnpart síðari hálfleiks var ég að berjast um boltan lá á hægri öxlinni á jörðinni, kemur þá ekki einhver hlúnkur og fleigir sér oná mig með þeim afleiðingum að eitthvað gaf sig í öxlinni.

Fór niður á slysó og þar stóð á skylti að það væri 5 klst bið. Þegar ég var að tékka mig inn spurði ég hvort einherjir af íslenku drengjunnum væru að vinna, hún svaraði því að Mikael og Burgur (Bergur) væru að vinna og vildi endilega láta þá vita að samlandi þeirra væri kominn stórslasaður. Svo í stuttu máli, 3 minutum seinna var ég kominn inn, frábært að þekkja mennn í innsta hring. Takk fyrir mig drengir.


Þetta er það sem rifnaði, tvær af þremur festingum milli einhverja beina. Verð í fatla í allavega tvær vikur. Ekki nærri jafn slæmt og síðasti fatli allavega, svo ég kvarta ekki mjög mikið.

'

Friday, May 11, 2007

Kostningar

Kostningaprófið sem nemendur á Bifröst hafa látið gera fer víða á Netinu, enda skemmtilegt að máta sig við nokkur mikilvæg álitamál og hvernig skoðanir á þeim passar inn í hið pólitíska litróf. En prófið leiðir líka margt annað skemmtilegt í ljós.

Ef maðurhakar ekki við neina krossa og hafi semsé ekki nokkra skoðun á málinu kemur þetta efst upp: Samfylkingin.

En ef maður er ósámmála öllu sem fram kemur, hreinlega á móti öllu, þá kemur þetta: Vinstri grænir.

Skemmtilegt.

Texti stolinn frá Framsóknarmanni.

Allir að kjósa rétt svo.

Hvað kemur upp hjá ykkur, ég ætla ekki að segja hvað kom upp hjá mér þó, ekki stoltur af því:

Saturday, April 28, 2007

Queens Charlotte Sounds Myndir

Myndir frá kayakferðinni í Queens Charlotte Sounds komnar inn á myndasíðuna.

Kv.Ingó

Sunday, April 22, 2007

Skriðdrekar

Fór í paint ball í dag og sá þetta hérna.
Staður þar sem maður getur sest undir stýrið á skriðdreka.

Djöfull langar mig að prófa að aka einum, og stinga bara af, ekki eins og einhver sé að fara að stoppa hann!!!!

Er að græja myndir úr kayakferðunum mínum þremur sem ég hef farið í á síðustu vikum.

Gleðilegt sumar fólk heima og gleðilegt haust fólk hérna.

Heyrumst.

Wednesday, April 11, 2007

Nýjir áfangar í háskólanum

Fékk sendan póst um nýja áfanga áðan, mjög spennandi efni, spá í hvað ég ætti að taka.

Annars er ég að fara í viku sjókayaksferð á föstudagsmorgun hingað, hingað og hingað. Er búinn að fara í tvær ferðir í ár og þarf að fara að ná í myndir úr þeim, klika alltaf að taka myndir ef einhver annar gerir það!!!!

Fall Classes for Men at
THE LONG PRAIRIE
ADULT LEARNING CENTER

REGISTRATION MUST BE COMPLETED
by May 30, 2007

NOTE: DUE TO THE COMPLEXITY AND DIFFICULTY LEVEL
OF THEIR CONTENTS, CLASS SIZES WILL BE LIMITED TO 8 PARTICIPANTS MAXIMUM .


Class 1
How To Fill Up The Ice Cube Trays--Step by Step, with Slide Presentation.
Meets 4 weeks, Monday and Wednesday for 2 hours beginning at 7:00 PM.

Class 2
The Toilet Paper Roll--Does It Change Itself?
Round Table Discussion.
Meets 2 weeks, Saturday 12:00 for 2 hours.

Class 3
Is It Possible To Urinate Using The Technique Of Lifting The Seat and
Avoiding The Floor, Walls and Nearby Bathtub?--Group Practice.
Meets 4 weeks, Saturday 10:00 PM for 2 hours.

Class 4
Fundamental Differences Between The Laundry Hamper and The Floor--Pictures
and Explanatory Graphics.
Meets Saturdays at 2:00 PM for 3 weeks.

Class 5
Dinner Dishes--Can They Levitate and Fly Into The Kitchen Sink?
Examples on Video.
Meets 4 weeks, Tuesday and Thursday for 2 hours beginning
at 7:00 PM

Class 6
Loss Of Identity--Losing The Remote To Your Significant Other.
Help Line Support and Support Groups.
Meets 4 Weeks, Friday and Sunday 7:00 PM

Class 7
Learning How To Find Things--Starting With Looking In The Right Places And
Not Turning The House Upside Down While Screaming.
Open Forum.
Monday at 8:00 PM, 2 hours.

Class 8
Health Watch--Bringing Her Flowers Is Not Harmful To Your Health.
Graphics and Audio Tapes.
Three nights; Monday, Wednesday, Friday at 7:00 PM for 2 hours.

Class 9
Real Men Ask For Directions When Lost--Real Life Testimonials.
Tuesdays at 6:00 PM Location to be determined.

Class 10
Is It Genetically Impossible To Sit Quietly While She Parallel Parks?
Driving Simulations.
4 weeks, Saturday's noon, 2 hours.

Class 11
Learning to Live--Basic Differences Between Mother and Wife.
Online Classes and role-playing.
Tuesdays at 7:00 PM, location to be determined

Class 12
How to be the Ideal Shopping Companion
Relaxation Exercises, Meditation and Breathing Techniques.
Meets 4 weeks, Tuesday and Thursday for 2 hours beginning at 7:00 PM.

Class 13
How to Fight Cerebral Atrophy--Remembering Birthdays, Anniversaries and
Other Important Dates and Calling When You're Going To Be Late.
Cerebral Shock Therapy Sessions and Full Lobotomies Offered.
Three nights; Monday, Wednesday, Friday at 7:00 PM for 2 hours.

Class 14
The Stove/Oven--What It Is and How It Is Used.
Live Demonstration.
Tuesdays at 6:00 PM, location to be determined.

Upon completion of any of the above courses, diplomas will be issued to
the survivors.

Friday, April 06, 2007

Jæja, kominar myndir

Ég er loksins búinn að setja inn myndir.

Myndir frá Íslendingamóti hér.

Myndir frá Wild Food Festival í Hokitika hér.

Gleðilega Páska

Thursday, March 01, 2007

Veiði veiði

Fór í tvær frábærar veiðiferðir um síðustu helgi með Hilmari og Kidda. Myndir hér

Er búinn að bæta inn í einhver fleiri albúm man bara ekki hvað. Eitthvað af gömlum myndum ofl minnir mig. Sólstingurinn að fara eitthvað illa með heilann trúlega.

Saturday, February 10, 2007

Mögnuð mynd


Fékk þessa mögnuðu mynd senda frá leyndum aðdáenda!!

Frábært að vera svona hinumeginn á hnettinum og geta sett hvað sem er á vefinn án slæmra afleiðinga!!!

Kallinn bara með hár og alles!!

Tuesday, February 06, 2007

Hákarlaveiðar

Fékk pláss á sjónum í síðustu viku.
Setti inn nokkrar myndir hér

Sunday, January 28, 2007

Útskriftarparty

Tók örfáar myndir úr sameiginlegu party okkar Per. Héldum það heima hjá mér, útskriftarpartyið mitt og kveðjupartyið hans.
Sjá hér

Saturday, January 20, 2007

Áslaug Systir

Já það er rétt hjá ykkur þetta er hún Áslaug systir.

Hérna eru nokkrar skemmtilegar myndir frá lífshlaupi hennar.





Að lokum fann hún prinsinn.

Wednesday, January 17, 2007

Hver er mannsekjan?

Sæl veri þið.

Búinn að setja inn myndaalbúm, bland frá öðrum hér er það.

En spurning til ykkar. Hver er mannseskjan??

Fólk yfir þrítugu í fjölskyldunni má ekki svara. Verst að ég held að allir viti þetta.

Kveðja úr sólinni yfir í snjóinn.
Veit nú ekki hvort er betra.

Friday, January 12, 2007

Sól Sól Skín á Mig

Hæhæ allir,

Ég er búinn að setja inn þrjú ný albúm inn á myndasíðuna.
Njótið og eigið góðar stundir.

Kv.Ingó

Monday, January 01, 2007

Gleðilegt ár

Ég óska ykkur öllum gleðilegs árs með þökk fyrir þau liðnu.