Monday, September 25, 2006

Derby

Jæja góðir hálsar.

Allt fínt að frétta héðan. Harði diskurinn í tölvunni minni hrundi á fimmtudag og er talvan fyrst að verða nothæf aftur núna. Það vildi svo ótrúlega skemmtilega til að ég hafði tekið afrit af öllu skóladótinu nema skýrslunni af verkefninu daginn áður en diskurinn hrundi. Svo fattaði ég að ég hafði sent Andy afrit af skýrslunni daginn áður en diskurinn hrundi, þannig að ég tapaði rétt einum degi. Mjög sáttur. Tók síðast afrit fyrir rúmum mánuði þar á undan.
En núna er komið mission í gang. Ég og Símon allavega, kannski einn í viðbót ætlum að taka þátt í keppni sem heytir Bash For Beer. Þetta er derby keppni í skólanum. En derby gengur út á það að græja druslu bíl, fyrir sem minnstan pening til að keppa og gengur keppnin út á það að eyðileggja bíla andstæðingana = KLESSÓ.
Sá vinnur sem einn stendur eftir.
Það er held ég bara ein regla sem maður þarf að fara eftir eftir að keppnin er hafin en hún hljóðar svo: This competition is with the intention of demolishing the opponents’ vehicle. Those not actively participating in the spirit of the intention can be excluded from the event and from the prize.
Við erum komnir með tvo bíla. Einn Holden Sem afturhjóladrifinn Ástralskur Station Wagon og svo einhvern Nissan Pulsar eða eitthvað. Við fengum Nissaninn á 1700 kr og Holdeninn frían. En hann gengur bara á þrem af fjórum!!


Verið að ná í Holden

Búið að taka til í Nissan

Paul hress á kantinum

Símon ekki síður hress
Svo á bara að halda áfram að græja í vikunni.

Bið að heilsa
Ingólfur

Monday, September 18, 2006

Mótorfákur

Góðan dag.

Hérna er bara svipað að fétta, frekar viðburðarlítil helgi, fyrir utan einhver teiti og svoleiðis. Já og Magnavöku á fimmtudag.

En í síðustu viku eignaðist ég mótorfák og fékk byssuleifi hérna. Þannig að núna getur maður farið að freta á allt og alla á nýja fáknum!! Því nú er maður Ingó motorcyclist.
Ætlaði mér nú að fara eitthvað á nýja fáknum um helgina, en ég fattaði það á föstudagskvöld að ég hafð gleymt að tryggja hjólið, gerist ekki bara sjálfkrafa eins og heima!!! Þannig að maður stefnir á að fara eitthvað næstu helgi.

En hjólið er Honda XR 250 árg 2000 sex gíra með rafstarti. Maður er að verða kerling greynilega. En ég má samt ekki aka stærra hjóli en 250cc fyrrsta árið.


Og gamla hjólið.


Maður er þó á leiðinni upp á við!

Heyrumst síðar.

Cheers,

Gollinn

Tuesday, September 12, 2006

Queenstown

Sæl verið þið.

Lögðum af stað um hádegi á föstudag til Queenstown, 10 saman á sendiferðarbíl. Gekk ferðin vel og tók um 6 tíma. Ein stelpan sem var með ökkur var búinn að redda þessu fína húsi fyrir okkur og því fylgdi einn Land Rover árg´63 og var honum startað til að koma okkur á skíðasvæðið. Fórum við fjórir snemma að sofa og vöknuðum kl.07:00 að morgni laugardags og fórum á skíði"Gummi sendu mér bara e-mail ef þú vilt vita meira um þennan eðal bíl"!!!
Þetta var mjög fínt, frábært veður og gott skíðasvæði. Slo einnig stökkmet mitt á skíðum allrækilega út.
Nokkrar myndir úr ferðinni.

Húsið sem við fengum.

Á skíðum.

Queenstown

Ég er kominn með mótorhjólapróf. Mjög einfalt hérna, þurfti ekki að taka neina kennslutíma, bara létt verklegt og bóklegt próf.


Tuesday, September 05, 2006

Hi Mate

Jæja góðan daginn.

Helstu fréttir:

  1. Ég er að fara að taka mótorhjólapróf á eftir. Held að það sé ekki spurning að gera það hérna. Kostar 15.000 kr, held að það sé lágmark 70.000 kr heima. Helsti gallinn er að maður fær bara eitthvað learner licence fyrsta hálfa árið, má ekki aka stærra hjóli en 250cc. má ekki aka hraðar en 70 km/klst og má ekki aka milli kl. 22 og 5. En þetta er skárra en ekkert.
  2. Flyt á morgun trúlega í endanlegt húsnæði. Mun bbúa þar með einu pari frá Malsíu og einu héðan og einum gaur einhverstaðar frá Así­u. En húsið er mjög nýlegt og bara nokkuð gott og fínt herbergi.
  3. Fyrrsti dagur í vori var um helgina. Enda er farið að hlína soldið. Hitinn er búinn að vera kannski milli 15 og 18°C á daginn hérna á daginn.
  4. Fór í­ sauna party um helgina. Þetta party var haldið af Andy og liðinu sem hann býr með. Verkefnið mitt er eiginlega hluti af doktors verkefni Andys. En hann byggði sauna út í­ garði, byggði hana úr hey böggum sem hann múraði svo að innan, virkar svona líka vel. Hún er svo kinnt með tré eins og flest annað hérna. Partyið var niður við ströndina, þannig að það var svo alltaf stokkið í­ sjóinn inn á milli. Og hann var helví­ti kaldur, þ.a.l. hressandi.

Svo er ferð í­ Queenstown næstu helgi. Förum 12 saman á sendiferðarbí­l, lið sem ég er að leigja með núna og einhverjir fleiri. Fáum lánað hús þar.http://www.everythingqueenstown.com/

Allstaðar þarf eitthvað gay að vera í gangi ef maður fer eitthvað. Vorum nú jafnvel að pæla í því að fara á skíði þarna, veit ekki hvort það sé þorandi http://www.gayskiweeknz.com/

En queenstown er einhver mesti ferðamannastaðurinn hérna og það á víst að vera alveg óhemjufallegt þar að mér skilst, af fólki sem veit meira en ég. Og einhverjir eru jafnvel að tala um fara í teygjustökk, sjáum til.


Svo fór ég og skoðaði Airforce museum, þýðist væntanlega safn flughersins!!!!Fór með Markúsi sem er þýskur gaur. Þetta var bara helvíti flott safn hjá þeim. Fullt af herflugvélum allveg síðan 1700 og súrkál til dagsins í dag, lang mest samt síðan úr ww2.

Hérna eru nokkrar myndir þaðan.

Heyrumst síðar.