Tuesday, September 05, 2006

Hi Mate

Jæja góðan daginn.

Helstu fréttir:

  1. Ég er að fara að taka mótorhjólapróf á eftir. Held að það sé ekki spurning að gera það hérna. Kostar 15.000 kr, held að það sé lágmark 70.000 kr heima. Helsti gallinn er að maður fær bara eitthvað learner licence fyrsta hálfa árið, má ekki aka stærra hjóli en 250cc. má ekki aka hraðar en 70 km/klst og má ekki aka milli kl. 22 og 5. En þetta er skárra en ekkert.
  2. Flyt á morgun trúlega í endanlegt húsnæði. Mun bbúa þar með einu pari frá Malsíu og einu héðan og einum gaur einhverstaðar frá Así­u. En húsið er mjög nýlegt og bara nokkuð gott og fínt herbergi.
  3. Fyrrsti dagur í vori var um helgina. Enda er farið að hlína soldið. Hitinn er búinn að vera kannski milli 15 og 18°C á daginn hérna á daginn.
  4. Fór í­ sauna party um helgina. Þetta party var haldið af Andy og liðinu sem hann býr með. Verkefnið mitt er eiginlega hluti af doktors verkefni Andys. En hann byggði sauna út í­ garði, byggði hana úr hey böggum sem hann múraði svo að innan, virkar svona líka vel. Hún er svo kinnt með tré eins og flest annað hérna. Partyið var niður við ströndina, þannig að það var svo alltaf stokkið í­ sjóinn inn á milli. Og hann var helví­ti kaldur, þ.a.l. hressandi.

Svo er ferð í­ Queenstown næstu helgi. Förum 12 saman á sendiferðarbí­l, lið sem ég er að leigja með núna og einhverjir fleiri. Fáum lánað hús þar.http://www.everythingqueenstown.com/

Allstaðar þarf eitthvað gay að vera í gangi ef maður fer eitthvað. Vorum nú jafnvel að pæla í því að fara á skíði þarna, veit ekki hvort það sé þorandi http://www.gayskiweeknz.com/

En queenstown er einhver mesti ferðamannastaðurinn hérna og það á víst að vera alveg óhemjufallegt þar að mér skilst, af fólki sem veit meira en ég. Og einhverjir eru jafnvel að tala um fara í teygjustökk, sjáum til.


Svo fór ég og skoðaði Airforce museum, þýðist væntanlega safn flughersins!!!!Fór með Markúsi sem er þýskur gaur. Þetta var bara helvíti flott safn hjá þeim. Fullt af herflugvélum allveg síðan 1700 og súrkál til dagsins í dag, lang mest samt síðan úr ww2.

Hérna eru nokkrar myndir þaðan.

Heyrumst síðar.






1 comment:

Anonymous said...

Þetta er feiknaleg færsla!

Skemmtilegar myndir.

Og til hamingju með prófið.

Kv. Einar Sveinbjörns