Sunday, May 13, 2007

Rugby

Jæja sælt veri fólfið á þessari sorgar kostninganótt.

Ég er kominn í rugbylið hérna í skólanum, spila stöðu 1 eða 3 sem er framherji. Framherjar eiga að sjá um að greyða leiðina fyrir hinum í liðinu, semsagt þeir eru þessir stóru vitlausu sem er fórnað.

Ég spilaði minn annan leik í gær með liðinu, unnum hann 34-0 ekki slæmt og var ég bara þó nokkuð inn á. En seinnpart síðari hálfleiks var ég að berjast um boltan lá á hægri öxlinni á jörðinni, kemur þá ekki einhver hlúnkur og fleigir sér oná mig með þeim afleiðingum að eitthvað gaf sig í öxlinni.

Fór niður á slysó og þar stóð á skylti að það væri 5 klst bið. Þegar ég var að tékka mig inn spurði ég hvort einherjir af íslenku drengjunnum væru að vinna, hún svaraði því að Mikael og Burgur (Bergur) væru að vinna og vildi endilega láta þá vita að samlandi þeirra væri kominn stórslasaður. Svo í stuttu máli, 3 minutum seinna var ég kominn inn, frábært að þekkja mennn í innsta hring. Takk fyrir mig drengir.


Þetta er það sem rifnaði, tvær af þremur festingum milli einhverja beina. Verð í fatla í allavega tvær vikur. Ekki nærri jafn slæmt og síðasti fatli allavega, svo ég kvarta ekki mjög mikið.

'

Friday, May 11, 2007

Kostningar

Kostningaprófið sem nemendur á Bifröst hafa látið gera fer víða á Netinu, enda skemmtilegt að máta sig við nokkur mikilvæg álitamál og hvernig skoðanir á þeim passar inn í hið pólitíska litróf. En prófið leiðir líka margt annað skemmtilegt í ljós.

Ef maðurhakar ekki við neina krossa og hafi semsé ekki nokkra skoðun á málinu kemur þetta efst upp: Samfylkingin.

En ef maður er ósámmála öllu sem fram kemur, hreinlega á móti öllu, þá kemur þetta: Vinstri grænir.

Skemmtilegt.

Texti stolinn frá Framsóknarmanni.

Allir að kjósa rétt svo.

Hvað kemur upp hjá ykkur, ég ætla ekki að segja hvað kom upp hjá mér þó, ekki stoltur af því: