Tuesday, August 29, 2006

Velkominn

Jæja vegna fjölda áskorana hef ég látið til leiðast, byrjaður að blogga. Ussss. Er samt ekki stoltur af því.

En ég á væntanlega eftir að vera frekar óduglegur við að blogga en ég skal reyna að setja inn myndir og skrifa smá.

Til hamingju með silfur brúðkaupsafmælið mamma og pabbi, ekki amalegt.

Nú lífið hérna niðri er bara ágætt, nóg að borða og svona, landið fallegt.

Ég ætla að segja aðeins frá því hvað hefur á daga mína dregið upp á síðkastið.
Og byrjum á UNDIE 500, fór með hluta af þeim sem ég leigi með.
Þetta er ferðarlag frá Christchurch til Dueniden= 450 km í suður, nú við vorum 13 tíma á leiðinni klæddir í síróp og fjaðrir og ferðuðumst á KFC bukket á hjólum. Verulega gaman og svo var einnig mjög mikið fjör í Dueniden daginn eftir.
Hérna má finna myndir: http://www.ucsa.org.nz/59.0.html?&tx_lzgallery_pi1[showUid]=24



Nú um helgina fór ég á skíði ásamt tveimur Símonum sem ég leigi með, annar Franskur og hinn héðan. Fórum á Mount Hut skíðasvæðið sem er stæðsta skíðasvæðið hérna, fengum geggjað veður og flottan snjó. Þannig að það var mjög gaman. http://www.snow.co.nz/Areas/17.asp?skiArea=17





Svo fór ég einnig í party um helgina og mér datt í hug þessi líka sniðugi leikur. Skrifuðum eitthvað orð á ennið á hvort öðru og svo mátti maður spyrja einnar spurningar í hverjum hring og maður átti að reyna að finna hvert orðið væri, skil ekki hverjum datt þetta í hugÞess má kannski einnig geta að ég tapaði í þessum leik.

Nú og hérna er eitthvað bland af myndum.

Þess má einnig geta að ég keyti mér myndavél um daginn og er hún á leiðinni í pósti. Vatnsheld og flott vél, þannig að ég get tekið hana með mér í sund og svona!!!!!!!


12 comments:

Anonymous said...

ÉG FÆ MÉR ALLTAF ZINGER BORGARA Í HÁDEGINU Á SUNNUDÖGUM

Anonymous said...

Hvað á svo að mynda í sundi?

Anonymous said...

Flott að þú ert kominn með blogg, á samt eftir að sjá þig vera duglegan að skrifa... Kannski... Allt fínt að frétta héðan, er í mat heima útaf deginum.
Adios mate

eks said...

Ú JEAAAA líst vel á þetta allt saman ;)

Ingólfur Kolbeinsson said...

Já þeir eru farnir að nota kalkúna í borgarana á KFC.
Þið getið bara komið með óskir um hvað þið viljið að ég myndi í sundi, og ég skal reyna að verða við þeim óskum.

Anonymous said...

...gaman að heyra frá þér gamli, helvíti hefði ég verið til í svona sírópfyllerí... en þú kennir okkur það bara í næst jeppaferð sem þú mætir í. heyrumst kall

Anonymous said...

Snilld,gargandi snilld! Og ég sem er nýbyrjaður að borða kjúkling... Núna mun ég í hvert skipti sem ég fæ mér skíthoppara, hugsa til þín Ingólfur.

Awww

Anonymous said...

Já það er ekkert annað

Gollinn bara farinn að blogga, eitthvað sem maður hefur nú oftar en ekki heyrt hann segjast aldrei muna gera, en lífið kemur manni alltaf á óvart og Gollinn hefur nú verið duglegur við það verð ég að segja.........

Ingólfur Kolbeinsson said...

Já sírópið er sætt og gott. Þið getið nú farið að æfa ykkur, best er að velgja það soldið áður en farið er út í líkamssmurningu.
Það er ágætt að vita af því að einhverjir hugsa fallega til manns Einar!!!
Já ég er ekki stoltur af því að blogga en ég ætla þó ekki að fara að blogga um það hvað ég eldaði í gær eða hvað Sex in the City þátturinn olli mér miklum vonbrygðum þessa vikuna

Anonymous said...

Ég var að spá í að koma með eina sundmynda ósk.. Bjórdrykkja í kafi, Myndasería!

MMkay?

eks said...

Hvað segirðu varst þú líka fyrir vonbrigðum með SATC þáttinn!!!!! Ó MEN HVAÐ VIÐ ERUM EINS..... "crazy eyes rolling all over"

Anonymous said...

Elsku frændi!
Gaman að sjá hvað þú skemmtir þér vel,
Fín síða :)