Thursday, June 28, 2007

Arthur´s Pass, ganga

Halló


Langt er liðið síðan gönguskórnir hafa verið reimaðir og var ákveðið að bæta úr því. Kl:06:00 á mánudags morgun var haldið af stað frá Chrischurch að Arthur´s Pass. Fórum ég, grasekkilinn Hilmar og serpinn Einar á nýja veiði trucknum mínum. Serpinn fór léttur vegna alls þess kjöts sem hann átti að bera heim.

Um kl:10:38 vorum við komnir í skálann í þessu líka blíðskaparveðri fengum okkur kaffi og dux og héldum í göngu með byssu í annari. Óðum við á, snjó, skóg, mýri og fjöll og allt kom fyrir ekki ekki létu neinir fjórfætilingar á sér bera (Verð að taka það fram að áin var 2°C og hefur mér trúega aldrei verið jafn kalt á tánum, Einar óð hana í vöðlum). Var haldið í koju eftir curry ala Hilmar og nokkra sopa af brendu víni í fun heitum og góðum skálanum. Úti hiti var um -8°C þetta kvöld.


Var risið úr rekkju kl:07:00 daginn eftir og leikurinn endurtekinn nema eingin mýri var vaðin þennan daginn og áin var ekki heldur vaðin í þetta skiptið, heldur ákvað Einar að enda skildi góða ferð á því að synda í henni. Einar er mikill forkur er kemur að köldu köldu vatni enda búinn stunda skrítin sunfélagskap á Íslandi. Ekki máttum við Hilmar minni menn vera og ákváðum bara að gleyma hvað áin hafði verið köld kvöldið áður og skelltum okkur á útí.


Frábært veður á flottum stað í góðum félagskap = Góð ferð. Ég reyni að koma myndum inn á morgun.

Heyrumst félagar.



Monday, June 11, 2007

Kolviður

Ég mæli með því að þú "kolefnisjafnir" þig HÉR.


Þetta er frábært verkefni, þetta virkar þannig að það er reiknað út hvað bíllinn þinn sleppir miklu koldíoxíði á ári og þú getur keypt gróðursetningu á trjám sem eiga að binda sama magn afkoldíoxíði. Aðallega verður notast við íslenskar trjátegundir.

Ég borgaði 5800 kr. fyrir 39 tré.

Okkur munar flestum ekkert um þetta. Það þarf kreditkort og það tekur um 3 minútur að gera þetta.

Ef þú hefur ekki hug á að "jafna" þig, þá mæli ég með því að þú horfir á inconvenient truth. Mjög góð mynd.

Heil Benzin

Thursday, June 07, 2007

Guns N´Roses

Er að fara á tónleika með þeim hérna í Christchurch 3 Júlí kl:08:00 p.m.


Varð að monta mig, verður bara rosalegt. Annars er það er nú bara Axl sem er upprunalegur, en það er búið að bæta við nokkrum stöðum í bandinu, t.d eru þrír gítarleikarar til að reyna að feta í fótspor Slash.
Viggó sá þá í fyrra og sagði að þeir hefðu verið rosalegir.

Cya.