Tuesday, July 24, 2007

Verkefnið

Hæhæ,

Leiðbenendurnir mínir voru að fá rosalega flottan styrk út á verkefnið sem ég er að vinna í. Þetta er verkefni sem er unnið í samvinnu við Otago University, læknaskóli. Þetta er búið að vera í fréttunum, t.d. hér. Leiðbenandinn minn heitir Mark Staiger, það er vitnað í hann í greininni. Þannig að það eru held ég spennandi tímar framundan í þessu verkefni.

Eins gott að fara að gera eitthvað!!!!
Kv. Ingó Salt.

Thursday, July 12, 2007

Skíði og hattar

Jæja, jæja.

Hvað segið þið gott. Var að renna niður síðasta matarbitanum, fiskur. Í gær fékk ég mér kjúkling, medium steiktur með alkonar dóti. Er að spá hvað ég eigi að fá mér í matinn á morgun, kannski eitthvað öðruvísi, þorsk eða nautahakk. Annars er klukkan að nálgast níu hérna svo maður þarf að fara að huga að því að koma sér í háttinn.



Héldum hatta party hérna um daginn tókst mjög vel, það komu nokkrir félagar Holly hingað frá Dunidien og voru hérna yfir eina helgi. Myndir hér.


Um síðustu helgi fórum við nokkur héðan til Queenstown á skíði. Það var alveg rosalega fínt. Myndirnar tala sínu máli, hér.

Jæja nenni ekki að skrifa meir,
Heyrumst og njótið hitans heima.
Gollinn