Smá uppdate
Sælir Íslendingar,
Hérna er bara allt ágætt frétta, verkefnið hefur þó ekki gengið eins "smooth" og ég var að vona en þetta hlítur allt að reddast.
Helst búið að ske síðan síðasta blogg, jeppaferð, veiði (stöng og byssa), afmæli og party. Búinn að setja inn eitthvað af myndum.
Núna er sumarið óðum að koma og liðið sem ég bý með vildi endinlega fara og kaupa padling pool fyrir íbúðina. Við fórum út í búð og þar rakst ég á þessa frábæru vatnsrennibraut. Ég náði með því að beyta mikilli sanfæringu og lygum að þessi vatsrennibraut væri miklu sniðugri heldur en einhver asnaleg padling púl. Brautin hefur meira að segja 700 W loftdælu sem þarf að vera stöðugt á, eins og hoppukastali.
Svo er ég að fara á til Ástralíu eftir nokkrar vikur á Gold Coast ætla á Indy 300 kappakstur og ökuskirteinið mitt endurnýjast sjálfkrafa við að fara úr landinu, svo ég þarf ekki að taka bílpróf hérna. Búinn að falla tvisvar, stend ekki í svoleiðis bulli.
Jæja skrifa kannski meira síðar.
Sælar.