Thursday, November 30, 2006

Tutara Race


Jæja sæl aftur vinan.

Við víkingarnir hérna ásamt einum "óhreinum", kepptum í multi sport keppni milli Christchurch og Akaroa.

Vorum ég og Mikki saman í liði og svo voru mótherjarnir Hilmar Svava og Shannon. Þau bættu Shannon í liðið sitt á síðustu stundu, veit ekki alveg hvað það átti að þíða en ég held að þau hafi haldið að það myndi auka möguleikana þeirra á sigri, sem það kannski gerði. En það dugði ekki til, við unnum þau.

Þetta var mjög gaman og krefjandi, hélt samt líkamanum myndi líða mun verr meðan á þessu stóð og eftir, sérstaklega þar sem ég hef nú ekki gert neitt svona áður.

Vil ég koma sérstökum þökkum til Rosie, Heiðars og Maríu sem voru sérlegir aðstoðarmenn okkar og María tók einnig myndirnar sem eru hérna.............


Úrslit keppninar má sjá hér....

Vorum við Mikki liðið Aesir
Svava, Hilmar og Shannon voru liðið Eskimos and Kiwi.

Bið að heilsa.

WRC

Fór að horfa á WRC fyrir tveim vikum síðan.

Flaug til Auckland sem er stærsta borgin á norðureynni. Rallyið var svo í nágrenni Hamilton, sem er 100 þús manna borg. Fór þetta með Valda frænda hennar Þorbjargar.

Það sem stendur upp úr er að Marchus Grönholm vann þetta, og þeir eru alveg fjandi góðir að keyra þessir menn, hefði ekki trúað því fyrr en maður sér það svona með berum augum.
Svo var allur service og super special stagein á sama staðnum, Þetta er húsið sem servicinn var í. Þeir komu þá altaf þarna í hádeginu og á kvöldin.

Kom mér líka mikið á óvart hvað landslagið á norðureyjunni er frábrugðið því hérna. Hérna á suðureyjunni er það meira annaðhvort flatlendi eða stór brött fjöll (fjallgarðar kannski frekar). Meðan norðureyjan er öll í hólum, nánast engin fjöll, og eru þau þá stök.

Hérna eru myndir úr keppninni.......

Og Hérna er video af Marchus...

Thursday, November 16, 2006

Veiðiferð í Arthur´s Pass

Kominn með myndasíðu

Ég Diego og Per ákváðum að fara í þriggja daga veiðiferð í þjóðgarðinn Arthur´s Pass. Fara á mánudegi og koma aftur á miðvikudegi.

  • Sunnudagurinn 12: Veiðurspáin er með viðvörun um heavy rain á þessum slóðum, en við hlustum ekkert á það. Það er nú ekkert að því að blotna smá.
  • Mánudagurinn 13: Labbað í skálann (fjólubláa línan) og ákveðið að gista bara þar, bjórinn og beikonið helvíti þungt. Þetta var um 2 klst ganga og áin krossuð oft og var yfirleitt ekki mikið mál. Um kvöldið nær Per að myrða einn Red Deer og berum við hann upp í skálan en ákveðum að skilja byssurnar eftir, ætluðum að nota þær aftur þarna morguninn eftir. Diegó var annarstaðar að og sá 2 dýr en náði þeim ekki og Per sá einnig annað en náði því ekki.
  • Sunnudagurinn 14: Ég vakanaði nokkrum sinnum um nótinna við miklar þrumur og eldingar. Við vöknum kl: 5 , ætluðum að fara að veiða þá. Lítum út um gluggan og þá var bölvuð áin orðin svona 30 sinnum vatnsmeiri og var svona einn metra frá skálanum, mér leist nú ekkert of vel á þetta. Við ákveðum að okkur myndi ekki líða vel í skálanum næstu nótt og ákveðum að reyna að komast til baka (Græn lína). Skildum dýrið eftir. Þetta var bara helvíti erfið leið, allar "sprænurnar sem flestar voru vatnslausar daginn áður voru flestar orðnar að stórum straumhörðum ám. Komumst samt til baka heilu og höldnu eftir ca 5 tíma göngu. Fórum og gistum í þorpinu þarna og vildum ráðfærast við kunnuga um að komast aftur að veiðastaðnum, hvort það væri hægt án þess að krossa ána. Þeir vildu meina að það væri ekki gerlegt nema fara yfir einhver fjöll og það tæki jafnvel meira en einn dag. Vildum við ná blessuðum byssunum og veðurspáin var góð fyrir morgundaginn en svo bara rigning næstu daga. Ég og Per ákváðum að fara aftur daginn eftir og ná allavega í dýrið.
  • Miðvikudagurinn 15: Ég og Per förum inn aftur (grænu leiðina) og í stuttu máli komum við til baka með byssurnar og 50 kg af kjöti til baka.
Niðurstöður: Þetta var mesta regn á svæðinu í 25 ár, 200 mm heavy rain byrjar í 50 mm. Við vorum heppnir að fara ekki og tjalda eða upp í hinn skálan. Í "Ánni miklu" hafa nokkri misst lífið. Og voru local fólkið helvíti ánægt með okkur að komast til baka, Sögðu þau 13 manns hafa dáið þarna á síðustu árum, veit nú ekki hvað þau ár eru mörg.

Nokkrar myndir.

Mánudagur:

Skálinn, ekki mikið vatn í ánni þarna.


Rosalega fallegt þarna, meðan það rignir allavegana ekki.




Flott dýr




Þriðjudagur:

Tvö tré féllu í kringum skálan um nóttina


Fyrir utan skálan, tekin á sama stað og síðasta myndin á miðvikudag.



Svo var vegurinn á floti þegar við komum til baka.

Tekin á sama stað og fyrsta miðvikudagsmyndin.

Video af ánni.


Miðvikudagur:

Fór á WRC um helgina og það kemur síðar.

Heyrumst.

Wednesday, November 08, 2006

Jake's Stag Do


Sælt veri fólkið.

Jake sem er að fara að ganga í það heilaga innan skamms var tekinn á laugardag og steggjaður.

09:30 Bankað upp hjá honum og hann vakinn.

Farið í paint ball

Borðaður hádegismatur með nokkrum köldum

14:00Farið á sveitakráar rúnt

20:00Komið til Christchurch aftur, farið í afmæli og svo slegið í gegn í bænum.

Drengurinn fékk mjög fallegan brúðarkjól og skyrtu sem hann klæddist það sem eftir lifði dags.

Þurfti hann að gera 10 áskoranir yfir daginn, og tókst þetta bara vel upp hjá honum miðað við ástand og heilsu!!!!

Svo var nú smá svindl með áskoranirnar, hann fann dömu sem var í sömu erindagjörðum.


Og höfðu þau ýmis "vöru"skipti.


Góða nótt.

P.s. Hann kláraði 7 af 10, ekki alveg það sem við ætluðumst til.