WRC
Fór að horfa á WRC fyrir tveim vikum síðan.
Flaug til Auckland sem er stærsta borgin á norðureynni. Rallyið var svo í nágrenni Hamilton, sem er 100 þús manna borg. Fór þetta með Valda frænda hennar Þorbjargar.
Það sem stendur upp úr er að Marchus Grönholm vann þetta, og þeir eru alveg fjandi góðir að keyra þessir menn, hefði ekki trúað því fyrr en maður sér það svona með berum augum.
Svo var allur service og super special stagein á sama staðnum, Þetta er húsið sem servicinn var í. Þeir komu þá altaf þarna í hádeginu og á kvöldin.
Kom mér líka mikið á óvart hvað landslagið á norðureyjunni er frábrugðið því hérna. Hérna á suðureyjunni er það meira annaðhvort flatlendi eða stór brött fjöll (fjallgarðar kannski frekar). Meðan norðureyjan er öll í hólum, nánast engin fjöll, og eru þau þá stök.
Hérna eru myndir úr keppninni.......
Og Hérna er video af Marchus...
No comments:
Post a Comment