Thursday, December 21, 2006

Nokkrar Mikilvægar Staðreyndir um Chuck Norris

chucknorris- Chuck Norris getur skellt vængjahurð.

- Þegar Chuck Norris gerir armbeygjur, lyftir hann ekki búknum upp, hann ýtir jörðinni niður.

- Það tekur Chuck Norris 20 mínútur að horfa á "60 mínútur".

- Þrjár helstu dánarorsakirnar í Bandaríkjunum eru: 1. Hjartasjúkdómar 2. Chuck Norris 3. Krabbamein.

- Chuck Norris hefur talið upp á óteljandi - tvisvar.

- Það eru engin gjöreyðingavopn í Írak, Chuck Norris býr í Oklahoma.

- Chuck Norris getur deilt með núlli.

- Chuck Norris gengur ekki með klukku. HANN ákveður hvað klukkan er.

- Þegar Chuck Norris spilar körfubolta skoppar boltinn sjálfur af ótta.

- Chuck Norris bíður hratt.

- Ef Chuck Norris fellur í á, blotnar hann ekki, áin verður Chuck Norris.

- Sumir eiga Superman náttföt. Superman sefur í Chuck Norris náttfötum.

- Chuck Norris les ekki bækur heldur starir á þær þar til hann hefur fengið sitt.

- Heima hjá Chuck Norris eru engar dyr, aðeins veggir sem hann gengur í gegnum.

- Þróunarkenningin er bara kenning. Á jörðinni lifa þær verur sem Chuck Norris hefur leyft að lifa.

- Grasið er alltaf grænna hinummegin, nema auðvitað að Chuck Norris hafi verið þar, þá er það rautt.

- Ef þú slærð "Chuck Norris getting his ass kicked" inn í goggle færðu upp 0 síður.

Kynnist Kallinum Betur Hér.

6 comments:

Anonymous said...

Þetta eru fallegar myndir úr veiðiferðinni og einnig allar hinar, eru þessir vatnakrabbar ekki bara líkir humar á bragðið. Þeir eru allavega líkir í útliti nema liturinn annar.
Pabbi þinn.

Anonymous said...

Gleðileg Jól Ignólfur.. Vonandi hefurðu það sem allra best!

Kær Kveðja.

Einar Sveinbjörns

Anonymous said...

það er bara ekki satt með það að ef Chuck Norris getting his ass kicked er gúgglað þá komi 0 síður. þegar ég geri það fæ ég 3540 síður! hann er svikari þessi norris.

Anonymous said...

Gleðilegt nýtt ár!!!

Anonymous said...

Gleðilegt ar Ignolfur.

Þakkir fyrir það liðna.

Ingólfur Kolbeinsson said...

Pabbi: Jú en þeir eru bæði til sjávar og ferskvatns, þeir sem lifa í sjónum eru mjög líkir humri hinir eru mun bragðminni.

Sömuleiðis Einar.

Takk takk Helga og Sveinn Ingi, og sömuleiðis.

Var á útihátíð um áramótin, frekar skrítið að upplifa áramótin hérna í 27°C og maður rétt tók eftir því að nýtt ár væri komið, gera ekki mikið úr þessu hérna.

Cheers