Monday, January 01, 2007

Gleðilegt ár

Ég óska ykkur öllum gleðilegs árs með þökk fyrir þau liðnu.

7 comments:

Anonymous said...

Sæll Ingólfur og gleðilegt ár.
Hvernig var ferðalagið.
Nú er bara að takast á við nýtt ár og njóta alls þess góða sem það hefur upp á að bjóða.
Kveðja Pabbi þinn.

Anonymous said...

Sömuleiðis kall
Hvernig gekk vörnin á lokaverkefninu?
Kveðja Doddi

Ingólfur Kolbeinsson said...

Sælir drengir,

Ferðalagið gekk mjög vel, það var mjög gaman og gott að fá smá frí. Er nú bara búinn að vera hálf slappur síðan að ég kom heim. Og það er bara ekkert að skána, trúlega orðinn of gamall fyrir svona útihátíðarbrölt.

Vörnin á lokaverkefninu gekk bara ágætlega, gerðum hana í gegnum skype og var það nú soldið skrítið og stundum lélegt samband, en gekk að lokum. Ég fékk 8 á einkunn fyrir verkefnið.

Hvernig standa málin hjá þér Doddi? Búinn??

Anonymous said...

Sæll Ingólfur.
Hvað er að gerast, ertu með pest eða er þetta afleiðingar skemmtanalísins.
Pabbi þinn.

Anonymous said...

ég skila á föstudaginn, hef varla sofið í tvo daga núna.
Ver síðan verkefnið fljótlega í næstu viku.

Kveðja
Doddi

Ingólfur Kolbeinsson said...

Sælir,

Ætli þetta sé ekki pest sem er trúlega afleiðing skemmtanalífsins.

Góður Doddi. Bara massa þetta. Sefur bara þegar þú verður gamall.

Anonymous said...

Sæll Ingólfur og óska þér til hamingju með árangurinn í lokaverkefninu, þetta er bara góður árangur og svo er bara að halda áfram, ég vona að þú sért að hressast, var þetta einhver útihátíð, það var svo mikið af flugeldum á gamlárskvöld að fólk var að kafna í reyk og hávaða, þetta hefur aldrei verið svona fyrr.
Hafðu það sem best.
Pabbi þinn.