Tuesday, February 06, 2007

Hákarlaveiðar

Fékk pláss á sjónum í síðustu viku.
Setti inn nokkrar myndir hér

10 comments:

Anonymous said...

...Fínt að þú ert allavega komin með þorrablót þarna úti kallinn... hákarl og alcohol.... bið að heilsa, Hnulli

Anonymous said...

Fishermans friend !

ÉG var að kkoma nokkrum Súkkumyndum á netið ;)

linkur

Kv.Kristján

Anonymous said...

2. tilraun
linkur-sem virkar

Ingólfur Kolbeinsson said...

Já vitiði ekki hvernig maður kæsir hákarl?

Helvíti gaman að sjá þessar myndir Kristján hehe, góður túr. Fékk gott labb með þrjá GSM síma sem voru allir orðnir batteryis lausir þegar ég komst loksins í samband.

Anonymous said...

Ingó, er þetta þegar Elsa var með ykkur og hringdi í mig heim og sagði að allir væru fastir og svo rofnði sambandið.

Þannig að ég var að hugsa um að fara með mikið lið á fjöll til að leita, en ég vissi bara ekki hvar.
Bless pabbi þinn.

Anonymous said...

"Sigurður var sjómaður
sannur vesturbæingur
alltaf fór hann upplagður
út að skemmta sér"

Tekur þig vel út!!
kveðja Kiwifuglarnir

Ingólfur Kolbeinsson said...

Já Pabbi þetta er síðan þá. Var týpískur smá skrepptúr, sem endaði með að báðir bílarnir voru pikk fastir bakvið skjaldbreið og enga aðra að sjá, en svo birtust Kristján og fl. og kipptu okkur upp.

Siggi Majónes, Siggi Majónes

eks said...

VÓ ég man eftir því, ég á en eftir að senda þér myndir, ég ætti að geta grafið nokkrar upp úr þessum túr! En Ingó, símarnir voru ekki batteríislausir, þeir voru FROSNIR!!!!

Nennirði að veiða ein hákarl fyrir mig :)

Anonymous said...

Ingólfur.
Þetta fiskikar sem þú stendur við er eftirlíking af fiskikörunum sem ég var viðriðinn við að gera í Sæplast árið áður en þú fæddist.
Það var frumraun sem nokkrir menn stóðu að.
Upphaflega hugmyndin kom frá Noregi og var svolítið endurbætt hjá okkur.
Þetta var svokölluð hverfisteypa þar sem plastdufti var hellt í mót og svo var það hitað upp og því snúið á alla vegu (giro) síðan var það sett í annað styrktarmót og sprautað inn í það uretani, þá var
komin einangrun og styrkur í karið. Þetta var allt mjög gaman,nema kannski tekjurnar.
Þetta var það sem kallað var "krossbundið" eða bara PEX.
Bless Ingólfur Pabbi þinn.

Ingólfur Kolbeinsson said...

Voðalega ert vakandi lengi pabbi. Fiskikör eru frábær uppfinning.

Ég skal veiða einn stóran á morgun fyrir þig frænka.