Skriðdrekar
Fór í paint ball í dag og sá þetta hérna.
Staður þar sem maður getur sest undir stýrið á skriðdreka.
Djöfull langar mig að prófa að aka einum, og stinga bara af, ekki eins og einhver sé að fara að stoppa hann!!!!
Er að græja myndir úr kayakferðunum mínum þremur sem ég hef farið í á síðustu vikum.
Gleðilegt sumar fólk heima og gleðilegt haust fólk hérna.
Heyrumst.
2 comments:
Sæll Ingólfur
Gleðilegt sumar!
Er ekki að koma vetur hjá þér?
Fer skriðdreki nógu hratt fyrir þig?
Kveðja,
Lilja
Sæl Lilja
Það er byrjað að kólna soldið hérna, samt er nú allt grænt ennþá. Aðalmálið er að það er alltaf svipaður hiti inn í húsunum og utandyra, þannig að þó það sé varla kalt á íslenskan mælikvarða þá geta næturnar verið naprar.
Ég frétti að þér gengi rosalega vel í lögfræðinni, glæsiegt hjá þér.
Hraðinn er ekki alltaf allt, það er fátt sem stoppar skriðdrekann.
Post a Comment