Kostningar
Kostningaprófið sem nemendur á Bifröst hafa látið gera fer víða á Netinu, enda skemmtilegt að máta sig við nokkur mikilvæg álitamál og hvernig skoðanir á þeim passar inn í hið pólitíska litróf. En prófið leiðir líka margt annað skemmtilegt í ljós.
Ef maðurhakar ekki við neina krossa og hafi semsé ekki nokkra skoðun á málinu kemur þetta efst upp: Samfylkingin.
En ef maður er ósámmála öllu sem fram kemur, hreinlega á móti öllu, þá kemur þetta: Vinstri grænir.
Skemmtilegt.
Texti stolinn frá Framsóknarmanni.
Allir að kjósa rétt svo.
Hvað kemur upp hjá ykkur, ég ætla ekki að segja hvað kom upp hjá mér þó, ekki stoltur af því:
4 comments:
Ég fékk 50% Sjálfstæðisflokkurinn og 50% Frjálslyndir
Kv
Doddi
87,50 vinstri græn rosalega er ég neikvæð.......!
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 25%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 50%
Stuðningur við Samfylkinguna: 50%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 56.25%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 41%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 40%
Skrýtið, hélt að það væru ekki til nema 100%
Voðalega erui allir grænir, vinstri grænir voru líka á toppnum hjá mér. Og þeir eru að vinna í kvöld, ekki gott
Post a Comment