Thursday, June 28, 2007

Arthur´s Pass, ganga

Halló


Langt er liðið síðan gönguskórnir hafa verið reimaðir og var ákveðið að bæta úr því. Kl:06:00 á mánudags morgun var haldið af stað frá Chrischurch að Arthur´s Pass. Fórum ég, grasekkilinn Hilmar og serpinn Einar á nýja veiði trucknum mínum. Serpinn fór léttur vegna alls þess kjöts sem hann átti að bera heim.

Um kl:10:38 vorum við komnir í skálann í þessu líka blíðskaparveðri fengum okkur kaffi og dux og héldum í göngu með byssu í annari. Óðum við á, snjó, skóg, mýri og fjöll og allt kom fyrir ekki ekki létu neinir fjórfætilingar á sér bera (Verð að taka það fram að áin var 2°C og hefur mér trúega aldrei verið jafn kalt á tánum, Einar óð hana í vöðlum). Var haldið í koju eftir curry ala Hilmar og nokkra sopa af brendu víni í fun heitum og góðum skálanum. Úti hiti var um -8°C þetta kvöld.


Var risið úr rekkju kl:07:00 daginn eftir og leikurinn endurtekinn nema eingin mýri var vaðin þennan daginn og áin var ekki heldur vaðin í þetta skiptið, heldur ákvað Einar að enda skildi góða ferð á því að synda í henni. Einar er mikill forkur er kemur að köldu köldu vatni enda búinn stunda skrítin sunfélagskap á Íslandi. Ekki máttum við Hilmar minni menn vera og ákváðum bara að gleyma hvað áin hafði verið köld kvöldið áður og skelltum okkur á útí.


Frábært veður á flottum stað í góðum félagskap = Góð ferð. Ég reyni að koma myndum inn á morgun.

Heyrumst félagar.



7 comments:

Anonymous said...

áttu ekki myndband af ykkur að synda?? þætti gaman að sjá/heyra það...
hvað er annars dux?

Anonymous said...

Mér verður nú bara kalt við tilhugsunina um að fara í ána. Nema að þegar ég var ungur þá þotti þetta nú ekki mikið í minni sveit. En hvað veidduð þið.
Annars erum við að fara í ferðalag um helgina með skuldahalann aftan í kaupleigujeppanum eitthvað upp í sveit. Bið að heilsa í bili.
Pabbi þinn.

Ingólfur Kolbeinsson said...

Hæhæ, jú ég held að Hilmar eigi video , á eftir að fá myndirnar frá honum. Hvað er alltaf svona gott veður heima, þið gerið ekki annað en að viðra skuldahalann.
Við veiddum nú ekki mikið í þetta skiptið. Vildum ekki útdeila blóði á svona flottum stað!!!

Þorbjörg said...

Flottir,
Get nú samt ekki sagt að ég öfundi ykkur að sundsprettinum...
Hélt að það ætti að bjóða mér í bamba eftir ferðina???
Heyrumst,
Þorbjörg

Ingólfur Kolbeinsson said...

Jú það er rétt að það var stefnan, en það er víst svo erfitt að ná þeim á veturna að það eru víst ekki nema þeir allra hörðustu sem reyna. Því miður var lukkan ekki með okkur í þetta skiptið. Við náum í eitt með vorinu og bjóðum þér í stórsteik.

Ingó

Einar Örn said...

Já, ég á eftir að fá að bera dýrin sem þú lofaðir mér Ingó - þannig að það verður að endurtaka þessa ferð í vor. En vatnshetinn verður þá sennilega kominn langt upp fyrir frostmark -- þannig að það tekur því tæplegast að synda í ánni við svoleiðis kellinga-aðstæður...

Ingólfur Kolbeinsson said...

Ekki spurning Einar, þú verður að halda þér í góðu formi til að geta hlaupið með dýrin heim næst. Við verðum að finna eitthvað stórt vatn til að þvo okkur næst. Förum á þennan stað sem þér var sagt frá næst.