Skíði og hattar
Jæja, jæja.
Hvað segið þið gott. Var að renna niður síðasta matarbitanum, fiskur. Í gær fékk ég mér kjúkling, medium steiktur með alkonar dóti. Er að spá hvað ég eigi að fá mér í matinn á morgun, kannski eitthvað öðruvísi, þorsk eða nautahakk. Annars er klukkan að nálgast níu hérna svo maður þarf að fara að huga að því að koma sér í háttinn.
Héldum hatta party hérna um daginn tókst mjög vel, það komu nokkrir félagar Holly hingað frá Dunidien og voru hérna yfir eina helgi. Myndir hér.
Um síðustu helgi fórum við nokkur héðan til Queenstown á skíði. Það var alveg rosalega fínt. Myndirnar tala sínu máli, hér.
Jæja nenni ekki að skrifa meir,
Heyrumst og njótið hitans heima.
Gollinn
5 comments:
Geðveikar myndir - væru sko alveg til í að vera þarna uppi á þessu fjalli að renna mér ;)
ég legg til að þú fáir þér lasagne í matinn næst... eða bara súpu og brauð ;)
Flottar myndir...
Til lukku með daginn,
Þorbjörg
Til hamingju með daginn Ingólfur. Helga kom í kvöld og mamma þin bauð okkur upp á brúntertu með rjóma á í tilefni dagsins. Var að skoða myndirnar hérna frá þér og finnst þær góðar. Einnig fór ég á Google earth og það er mjög skýrt þar. þetta er mjög fallegt land og skemmtilegt. Hlakka til að geta gengið þarna seinna.
Bless, þinn faðir.
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ um daginn :) við héldum upp á afmælið þitt með því að fá okkur ítalskan mat hér í Danmörku.
Afmælis pakkin er kannski ekki kominn í póst, en hann er sko pottþétt á leiðinni ;)
Knús og Kveðjur
Elsa, Ólafía, Ólafía, Helgi, og Jóhannes
Takk takk, orðin ansi gamall. Það er bara haldið upp á afmælið mitt út um allan heim, ekki amarlegt!! Ég fékk líka kökur hérna og fórum nokkur út að borða um kvöldið.
Já þér á eftir að líka vel hérna pabbi.
Jæja heyrumst
Post a Comment