Tuesday, July 24, 2007

Verkefnið

Hæhæ,

Leiðbenendurnir mínir voru að fá rosalega flottan styrk út á verkefnið sem ég er að vinna í. Þetta er verkefni sem er unnið í samvinnu við Otago University, læknaskóli. Þetta er búið að vera í fréttunum, t.d. hér. Leiðbenandinn minn heitir Mark Staiger, það er vitnað í hann í greininni. Þannig að það eru held ég spennandi tímar framundan í þessu verkefni.

Eins gott að fara að gera eitthvað!!!!
Kv. Ingó Salt.

7 comments:

Anonymous said...

Ég vissi það, þetta var það sem ég vara bara að bíða eftir, það var bara spurning hvenær en ekki hvort.
Til hamingju með þetta Ingólfur, nú er bara að halda áfram með verkefnið og þá gerist eitthvað meira.
Gangi þér vel.
Kveðja að heiman.

Þorbjörg said...

Hæbbs,

Þetta er náttúrlega bara geggjað. Til lukku með þetta :) Fínt hjá þér að reyna að næla þér í eitthvað af þessum pening...

En hvað er þá engin tíma til veiða núna, ég er enn að bíða eftir að vera boðið í dádýr!

Sjáumst,
Þorbjörg Steypa

Ingólfur Kolbeinsson said...

Takk, jú maður forgangsraðar hlutunum nú rétt. Við Hilmar og Einar ætlum að reyna að kíkja bráðlega og reyna að næla í smá steik fyrir þig.
Einar fékk upplýsingar um rosalegan góðan stað, prófum hann næst.

eks said...

SNILLD :)

Þorbjörg said...

Heppilegt að maður rekst á þig öðru hvoru!?!? Þvílíkt bloggleysi ;)

Ingólfur Kolbeinsson said...

Hæ já ég veit, mér var sagt að það væru bara stelpur sem blogga!! Er ég stelpa?

Þorbjörg said...

Jæja nú fer ég nú bara að hætta að kíkja á þessa síðu þegar ég nenni ekki að læra!?!? Gerist minna en ekki neitt hjá þér??? Hljótum nú allavega að fá blogg um gold coast ;)