Derby
Jæja góðir hálsar.
Allt fínt að frétta héðan. Harði diskurinn í tölvunni minni hrundi á fimmtudag og er talvan fyrst að verða nothæf aftur núna. Það vildi svo ótrúlega skemmtilega til að ég hafði tekið afrit af öllu skóladótinu nema skýrslunni af verkefninu daginn áður en diskurinn hrundi. Svo fattaði ég að ég hafði sent Andy afrit af skýrslunni daginn áður en diskurinn hrundi, þannig að ég tapaði rétt einum degi. Mjög sáttur. Tók síðast afrit fyrir rúmum mánuði þar á undan.
En núna er komið mission í gang. Ég og Símon allavega, kannski einn í viðbót ætlum að taka þátt í keppni sem heytir Bash For Beer. Þetta er derby keppni í skólanum. En derby gengur út á það að græja druslu bíl, fyrir sem minnstan pening til að keppa og gengur keppnin út á það að eyðileggja bíla andstæðingana = KLESSÓ.
Sá vinnur sem einn stendur eftir.
Það er held ég bara ein regla sem maður þarf að fara eftir eftir að keppnin er hafin en hún hljóðar svo: This competition is with the intention of demolishing the opponents’ vehicle. Those not actively participating in the spirit of the intention can be excluded from the event and from the prize.
Við erum komnir með tvo bíla. Einn Holden Sem afturhjóladrifinn Ástralskur Station Wagon og svo einhvern Nissan Pulsar eða eitthvað. Við fengum Nissaninn á 1700 kr og Holdeninn frían. En hann gengur bara á þrem af fjórum!!
Verið að ná í Holden
Búið að taka til í Nissan
Paul hress á kantinum
Símon ekki síður hress
Svo á bara að halda áfram að græja í vikunni.
Bið að heilsa
Ingólfur
8 comments:
HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA :) Brilliant, góðan Klessó! ef ég man rétt frá Tivolíinu í Hveragerði þá átt þú eftir að verða MASTER ;)
Ég held maður þurfi bara að fara að skella sér í langferð og flytja til NZ því það er greinilega allt að gerast þarna hjá þér
kv. Siggi Grétar
Glæsilegt Ingólfur, mundu svo bara að fara ekki varlega!
Já núna á að kenna þessum durtum hérna hvernig á ekki að keyra. Þeim verður stútað!!
Það er bara verst að það finnast engir Volvoar hérna. Eru trúlega eðal í svona.
Heyr heyr, Volvo rokkar!!!
...hehe, djöfulsins snilld.. góða skemmtun gamli...
kv. hnulli
Hey Golli! EY! nú-nú-núna!!
kv. gunnar
He hehehehe
Post a Comment