Mótorfákur
Góðan dag.
Hérna er bara svipað að fétta, frekar viðburðarlítil helgi, fyrir utan einhver teiti og svoleiðis. Já og Magnavöku á fimmtudag.
En í síðustu viku eignaðist ég mótorfák og fékk byssuleifi hérna. Þannig að núna getur maður farið að freta á allt og alla á nýja fáknum!! Því nú er maður Ingó motorcyclist.
Ætlaði mér nú að fara eitthvað á nýja fáknum um helgina, en ég fattaði það á föstudagskvöld að ég hafð gleymt að tryggja hjólið, gerist ekki bara sjálfkrafa eins og heima!!! Þannig að maður stefnir á að fara eitthvað næstu helgi.
En hjólið er Honda XR 250 árg 2000 sex gíra með rafstarti. Maður er að verða kerling greynilega. En ég má samt ekki aka stærra hjóli en 250cc fyrrsta árið.
Og gamla hjólið.
Maður er þó á leiðinni upp á við!
Heyrumst síðar.
Cheers,
Gollinn
7 comments:
Rosalega lýst mér vel á þetta hjá þér :) Mundu bara að fara varlega...... ;)
Ég skal reyna
Djöfull þarf maður að skjótast þarna út og ná sér í próf.
Til lukku með þetta alltsaman.. Ég var einmitt að fá veiðikortið og skotvopnaleyfið hérna heima um daginn..
Já það er létt að fá "próf" hérna. Til lukku með það Einar, Ertu búinn að skjóta eitthvað? Held að þú verðir að koma og munda hólkinn hér, sjá hvort þú getir skotið að neðan, öfuga átt sem sagt.....
Nei, ekkert farið á neitt skytterí ennþá, er alltaf á leiðinni en ekki komist ennþá..
Það væri vissulega spennandi að prófa öfuga skotfimi.. Hvað segirðu um að fljúga mér bara þarna niðreftir .. hmm?
Fljúga þér, veit það nú ekki. En Haddi var að spá í að koma af stað söfnun heima undir yfirskriftinni "Ingó heim um jólinn".
Þú gætir kannski fengið einhvern sem er þér mjög velviljaður til að koma að stað söfnun, kannski "Einar einn um jólin" Yrðir allavegana einn ef safnaðist nóg til að fá mig heim, sem er nú hæpið!
Post a Comment