Tutara Race
Jæja sæl aftur vinan.
Við víkingarnir hérna ásamt einum "óhreinum", kepptum í multi sport keppni milli Christchurch og Akaroa.
Vorum ég og Mikki saman í liði og svo voru mótherjarnir Hilmar Svava og Shannon. Þau bættu Shannon í liðið sitt á síðustu stundu, veit ekki alveg hvað það átti að þíða en ég held að þau hafi haldið að það myndi auka möguleikana þeirra á sigri, sem það kannski gerði. En það dugði ekki til, við unnum þau.
Þetta var mjög gaman og krefjandi, hélt samt líkamanum myndi líða mun verr meðan á þessu stóð og eftir, sérstaklega þar sem ég hef nú ekki gert neitt svona áður.
Vil ég koma sérstökum þökkum til Rosie, Heiðars og Maríu sem voru sérlegir aðstoðarmenn okkar og María tók einnig myndirnar sem eru hérna.............
Úrslit keppninar má sjá hér....
Vorum við Mikki liðið Aesir
Svava, Hilmar og Shannon voru liðið Eskimos and Kiwi.
Bið að heilsa.
10 comments:
...djöfls fjör alltaf hjá þér gamli... hérna megin er þó kalt og bjórinn dýr... en von um snjó og jeppaferðir hugga mann aðeins.. hafðu það gott gamli.. kv.Hnulli
Þakka þér fyrir Hnulli,
Já en gallinn er að maður drekkur held ég bara meira af bjórnum ef hann er ódýrari. Já þú verður nú að taka einn góðan túr allavega í vetur.
En hvernig er það er enginn að skoða þessa síðu, ég nenni ekki að blogga ef það skoðar þetta enginn. Það er ekki eins og það sé skemmtilegt að blogga.
Var að koma úr frábæri einnar viku veiðiferð, Red Deer, Kanínur, Hérar, Regnaboga Urriði og ferskvatns Crayfish, lostæti.
Þetta er undir ykkur komið, ef það les þetta þá einhver.
Auðvitað les maður...
er brandari dagsins sérstaklega ætlaður mér??
Það er alveg líklegt að svo ólíklega hafi hitt á. Hehe.
Ég skoða þetta reglulega.. Finnst gaman að fá að fylgjast með hvað drífur á daga þína!
Endilega haldu áfram!
Kv. Einar
Ég les líka, En skil bara ekkert í þessu, allar leiðbeiningar í japönskum táknum? afhverju?
kv
gummi McKinstry
Ekki veit ég afhverju ég heiti Hörður darri þarna á skjánum
Ég prófa að breyta e-h
kv
Gummi
Við lesum og mamma og pabbi :) Geðveikt gaman að skoða síðuna þína :)
kv Elsa f
Hæhæ
Já ég ætla að sjá til eftir jól. Það er nú kannski líka gaman að eiga þetta til að monta sig fyrir barnabörnunum árið 2076!!
Annars segi ég bara Gleðileg Jól.
Kv.Ingó
Post a Comment