Veiðiferð í Arthur´s Pass
Kominn með myndasíðu
Ég Diego og Per ákváðum að fara í þriggja daga veiðiferð í þjóðgarðinn Arthur´s Pass. Fara á mánudegi og koma aftur á miðvikudegi.
- Sunnudagurinn 12: Veiðurspáin er með viðvörun um heavy rain á þessum slóðum, en við hlustum ekkert á það. Það er nú ekkert að því að blotna smá.
- Mánudagurinn 13: Labbað í skálann (fjólubláa línan) og ákveðið að gista bara þar, bjórinn og beikonið helvíti þungt. Þetta var um 2 klst ganga og áin krossuð oft og var yfirleitt ekki mikið mál. Um kvöldið nær Per að myrða einn Red Deer og berum við hann upp í skálan en ákveðum að skilja byssurnar eftir, ætluðum að nota þær aftur þarna morguninn eftir. Diegó var annarstaðar að og sá 2 dýr en náði þeim ekki og Per sá einnig annað en náði því ekki.
- Sunnudagurinn 14: Ég vakanaði nokkrum sinnum um nótinna við miklar þrumur og eldingar. Við vöknum kl: 5 , ætluðum að fara að veiða þá. Lítum út um gluggan og þá var bölvuð áin orðin svona 30 sinnum vatnsmeiri og var svona einn metra frá skálanum, mér leist nú ekkert of vel á þetta. Við ákveðum að okkur myndi ekki líða vel í skálanum næstu nótt og ákveðum að reyna að komast til baka (Græn lína). Skildum dýrið eftir. Þetta var bara helvíti erfið leið, allar "sprænurnar sem flestar voru vatnslausar daginn áður voru flestar orðnar að stórum straumhörðum ám. Komumst samt til baka heilu og höldnu eftir ca 5 tíma göngu. Fórum og gistum í þorpinu þarna og vildum ráðfærast við kunnuga um að komast aftur að veiðastaðnum, hvort það væri hægt án þess að krossa ána. Þeir vildu meina að það væri ekki gerlegt nema fara yfir einhver fjöll og það tæki jafnvel meira en einn dag. Vildum við ná blessuðum byssunum og veðurspáin var góð fyrir morgundaginn en svo bara rigning næstu daga. Ég og Per ákváðum að fara aftur daginn eftir og ná allavega í dýrið.
- Miðvikudagurinn 15: Ég og Per förum inn aftur (grænu leiðina) og í stuttu máli komum við til baka með byssurnar og 50 kg af kjöti til baka.
Nokkrar myndir.
Mánudagur:
Skálinn, ekki mikið vatn í ánni þarna.
Rosalega fallegt þarna, meðan það rignir allavegana ekki.
Flott dýr
Þriðjudagur:
Tvö tré féllu í kringum skálan um nóttina
Fyrir utan skálan, tekin á sama stað og síðasta myndin á miðvikudag.
Svo var vegurinn á floti þegar við komum til baka.
Tekin á sama stað og fyrsta miðvikudagsmyndin.
Video af ánni.
Miðvikudagur:
Fór á WRC um helgina og það kemur síðar.
Heyrumst.
6 comments:
En hvað með þig, náðirðu ekki að drepa neitt ?
Synd með veðrið en þetta hefur verið snilldarferð..
Ég veit hvað mig langar í jólagjöf núna!!
Ferð til Nýja Sjálands!
Kv. Einar Kind
Nei ég sá engin dýr, en það var greynilega nóg af þeim þarna. Vorum bara í um klst og þeir sáu tvö hver. Það verður farið aftur fljótlega og náð í nokkur kg í viðbót.
Svaka flott ferð hjá ykkur. Hitti Per sem segir að það verði BBQ aldarinnar bráðum :)
Get ekki beðið ;)
Já ég skil það vel, enda úrvals két örugglega.
Það verður trúlega einhverntíman í næstu viku.
GREYIÐ DÝRIÐ!!!! :) lítur út fyrir að hafa verið mega ævintýri.
Allt gott að frétta hérna, en svo verðum við pabbi komin á þinn helming af hnettinum næsta föstudag, sendum þér bylgjur..... ;)
Já ég bið að heilsa í Japan. Sigurður stórborgari á eftir að sóma sér vel í stórborginni Tokyo!
Borðuðum af "greyjið" dýrinu í gær og var það algjör unaður, rosalega gott kjöt.
Góða ferð og skemmtun.
Svo er stemt að því að fara á veiðislóðir aftur næstu helgi.
Geturðu ekki gefið sjálfum þér ferð hingað í jólagjöf Einar?
Post a Comment