Monday, October 30, 2006

Tuatara

Jæja allt gott að frétta,

Það sem er helst á döfinni núna er að ég, ásamt Svövu, Hilmari, Shannon og Mikka erum að fara að keppa í hlaupa-fjallahjóla kajak keppni. Þetta er tvggja daga keppni sem samanstendur af sex leiðum.
Ég og Mikki erum saman í liði og tek ég tvær fjallahjóla og eina hlaupaleið. Leiðir nr 1, 3 og 5

Ég og Svava hjóluðum "léttu" hjólaleiðina í gær og hún var bara ekkert létt. Hún er sögð 18 km og byrjar í 0 m og hæsti punktur er um 800 m.
Hlaupaleiðin er 10 km (eins og fuglinn flýgur) og heildar hækkunin í henni er 890 m

"Erfiða" hjólaleiðin er 18,5 km og hluti af henni er á slóða sem liggur milli fjögura fjalla sem eru öll milli 700 og 800 m. hún byrjar líka niður við sjó. Þessi leið verður tekin næstu helgi.

Um keppnina hér

Svo voru tvö kveðjuparty í vikunni eitt á laugardaginn og eitt á miðvikudag. Derick og Mat að fara.

Svo verð ég bara að lýsa ánægju minn að við séum farinn að veiða hvali á ný. Þetta er búið að vera soldið í fréttunum hérna og maður hefur þurft að útskíra þetta þegar maður kynnir sem Íslending. Það er eins og fólk hugsi oft bara með öðru eyranu.

Heyrumst, landar.

Tuesday, October 24, 2006

Hellaferð

Góðan daginn Íslendingar

Ég ætla að byrja á að koma með nokkur orð sem þið verðið að vera með á hreinu ef þið ætlið að fara að bregða undir ykkur betri fætinum og ferðast til fjarlægra landa. Ég er sjálfur búinn að vera mér til skammar hérna fyrir að vera ekki með þetta allt á hreinu.

  • Singed Sheep Heads
  • Sheep-Head Jelly
  • Offal
  • Ram Testicles
  • Dried Fish
  • Brisket
  • Putrefied Shark
  • Rye Bread
  • Brawn
  • Whey
  • Black Death
  • Skál

En það var farið í hellaferð um helgina. Við héldum að þetta væri bara einhver easy hellaferð, sagt í bókum að þetta væri ekki fyrir litla krakka og maður mætti búast við því að blotna. Við sáum að það rann svo á í gegnum hellinn, bara flott nema þetta var klukkustundar ganga allan tímann ofaní ánni og með drjúgu klifri. ég var nú bara í strandgallanum og var nú orðið drjúg kallt í restina. Dýpst þurfti maður að vaða upp að nafla. Hinir voru í blautbúníngum, þeir hljóta að hafa vitað af þessu en þóttust ekkert vita.

Kom skemmtilega á óvart. Mjög fín ferð sem sagt.



Inngangurinn. Gengum á móti straumnum.

Það er lítið annað að gera nema skella sér útí .


Ég Símon og Mat.


Mat, Ég og Simone.


Mat


Kallinn



Símon


Útgangurinn



Kapparnir komnir út heilu og höldnu

Monday, October 16, 2006

Derby Keppnin

Sælir sveitungar.

Beltin voru spent og bensínið var sett í botn á laugardagskvöldið. Þá settumst við þrír undir stýri og ætluðum okkur að reyna að myrða aðra bíla. Mat hann var á stóra bílnum sem átti að vernda okkur, við ætluðum að reyna að vera nálægt hvor öðrum, nema Mat negglir inn einn bíl þegar hann er búinn með 500m í mestalagi og er úr. Ég og Símon höldum áfram, en ég nennti nú ekkert að bíða eftir honum, fór allt of hægt, og nennti heldur ekki að vera að forðast alla bíla. Mér tókst að snúa tveimur allavegana ansi snyrtilega, þó ég segi sjálfur frá og setja þá þá í veg fyrir aðra sem nelgdu á þá. Og það var helvíti gaman, fékk klapp og fagnaðarlæti frá einhverjum þúsundum held ég, aldrei skeð áður.

En ég held að ég hafi lent í svona sjötta sæti af þrjátíu og eitthvað og Símon þá í fimmta. En það sá heldur varla á bílnum hans. Og ég tel þetta bara fínan árangur miðað við hvað við vorum á litlum bílum. Vorum að keppa við gamlan Volvo og einhverja Forda og aðra mun stærri bíla.

Það voru allskonar kappakstrar á allskonarbílum á undan okkur, við vorum í lokin. Hápunktur kvöldsins.

Þetta var allavegana mjög gaman, þó þetta hafi ekki verið nema í kannski 15 mín.


Innanúr bíl Mat


Bílinn minn nýmálaður og fínn



Brautin , við urðum alltaf að keyra í sömu átt og áttum ekki að fara inn á grasið. Svo í lokinn þá var bara einn beinn kafli lokaður af og síðustu 10 bílarnir settir þar. Þá tók þetta nokkuð fljótt af, var svo þröngt.
Margir mjög flotti bílar þarna.
Þessi trúlega yfir 700 hö og undir 1000 kg.


Bíllinn minn eftir átökin. Á enga betri mynd, voðalega erfitt að taka út af ljósunum.


Mat og Holdeninn

Tuesday, October 10, 2006

Þriðjudagur

Sæl verið þið.

Ég verslaði byssu á sunnudaginn. Og það kom náttúrulega bera eitt merki til greyna. HUSQVARNA. Þetta er Husqvarna 6,5x55. Helvíti góð á tarfana hérna.


Svo var ég að bóka flug á norðureyjuna verð þar 16-20 nóv að horfa á WRC (World Rally Championship). Fer með Valda frænda hennar Þorbjargar. Verður rosalegt, en hann er með bíl og alles þar.

Svo er það Derbyið á laugardaginn, það verður magnað, frétti að það væru um 40 bílar búnir að skrá sig, sem þýðir meiri reikur, meira gúmmí og fleiri fórnarlömb fyrir mig. Bílarnai nánast tilbúnir.

Liðskipan er sem hér segir:

Ökumaður nr.1: Ingólfur Fagri - Ökutæki: Ford Laser

Ökumaður nr.2: Símon - Ökutæki: Nissan eitthvað

Ökumaður nr.3:Mat heilaskurðlæknir - Ökutæki: Holden Commodore

Liðsnafn: Líklegast að það verði Shaving Ryan´s Private

Eini gallinn er að ég lét plata mig í eitthvað tea party hérna í skólanum, fattaði ekki að það væri daginn fyrir derbyið. En þetta er í raun held ég bara ball og húsið opnar kl 10:00 að morgni og svo er ballið búið um 16:00. En hefðin er að fólk er með party fyrir ballið og vaknar kl:04:00 og þarf að vera búið með 6 bjóra fyrir kl 6 og 12 bjóra fyrir kl 12. Hljómsveitir að spila allantíman á útisviði og fínerí.
http://www.ucsa.org.nz/54.html

Já fór einnig á skíði á föstudaginn, geggjað veður og 10 cm af nýjum snjó. Stuttbuxnaveður nánast.

Bið að heilsa í bili,
Ingólfur

Monday, October 02, 2006

Liðsnafn

Halló

Ég þarf að biðja þig, já þig, um að koma með hugmynd að liðsnafni á Demolition Derby liðið okkar. Já þig, á ensku.
Einn gefins eðalbílinn enn bættist í safnið í gær, Ford Laser hvorki meira né minna. Eini tilgangurinn með smíði þessa bíls í upphafi var að enda í okkar höndum. Við erum allavegana þrír sem erum að fara og einn enn er að leita sér að bíl. Verður rosalegt.


Hérna eru smá upphitunarmyndbönd fyrir ykkur.
http://www.demolitionderby.co.nz/2005/Movies/Derby%20Short.wmv
http://www.demolitionderby.co.nz/2005/Movies/Derby%20Long.wmv


Ford Laser
Fór á fjallahjól um helgina upp í Port Hills sem eru hæðir hérna í borginni nánast. En leiðin sem við fórum niður var notuð um daginn í heimsmeistaramótinu í mountain biking, eða hvað sem það er nú kallað! En allavegana kom þetta mér alveg skemmtilega á óvart.


Derek

Ég