Þriðjudagur
Sæl verið þið.
Ég verslaði byssu á sunnudaginn. Og það kom náttúrulega bera eitt merki til greyna. HUSQVARNA. Þetta er Husqvarna 6,5x55. Helvíti góð á tarfana hérna.
Svo var ég að bóka flug á norðureyjuna verð þar 16-20 nóv að horfa á WRC (World Rally Championship). Fer með Valda frænda hennar Þorbjargar. Verður rosalegt, en hann er með bíl og alles þar.
Svo er það Derbyið á laugardaginn, það verður magnað, frétti að það væru um 40 bílar búnir að skrá sig, sem þýðir meiri reikur, meira gúmmí og fleiri fórnarlömb fyrir mig. Bílarnai nánast tilbúnir.
Liðskipan er sem hér segir:
Ökumaður nr.1: Ingólfur Fagri - Ökutæki: Ford Laser
Ökumaður nr.2: Símon - Ökutæki: Nissan eitthvað
Ökumaður nr.3:Mat heilaskurðlæknir - Ökutæki: Holden Commodore
Liðsnafn: Líklegast að það verði Shaving Ryan´s Private
Eini gallinn er að ég lét plata mig í eitthvað tea party hérna í skólanum, fattaði ekki að það væri daginn fyrir derbyið. En þetta er í raun held ég bara ball og húsið opnar kl 10:00 að morgni og svo er ballið búið um 16:00. En hefðin er að fólk er með party fyrir ballið og vaknar kl:04:00 og þarf að vera búið með 6 bjóra fyrir kl 6 og 12 bjóra fyrir kl 12. Hljómsveitir að spila allantíman á útisviði og fínerí.
http://www.ucsa.org.nz/54.html
Já fór einnig á skíði á föstudaginn, geggjað veður og 10 cm af nýjum snjó. Stuttbuxnaveður nánast.
Bið að heilsa í bili,
Ingólfur
5 comments:
andskodans helvítis þú, hvað á það að þýða að vera bara að leika sér þarna úti meðan við erum hérna heima að grotna niður í skólanum!!
-gun-
Sammála síðasta ræðumanni!!! held maður verði bara að fara að skella sér þarna niðreftir ;)
já helga segðu..... WRC held að pabbi eigi eftir að missa sig núna :) Takk fyrir afmæliskortið, ég setti hátalarana á blast :) Bíð spennt eftir að vita hvernig klessó á eftir að ganga, ég skal lemja á hjálminn hérna heima á meðan þú keppir til að æsa þig upp í vitleysu ;) Það er sko nýja tixið okkar pabba, það og LEYNIVOPNIÐ..... :)
ekkert að segja
Hvaða hvaða, er ekkert að gera hjá ykkur á hinni hliðinni!!!!
Eið eruð nátturulega öll velkominn í heimsókn, ég get allavegana boðið ykkur í kaffi.
Post a Comment