Monday, October 16, 2006

Derby Keppnin

Sælir sveitungar.

Beltin voru spent og bensínið var sett í botn á laugardagskvöldið. Þá settumst við þrír undir stýri og ætluðum okkur að reyna að myrða aðra bíla. Mat hann var á stóra bílnum sem átti að vernda okkur, við ætluðum að reyna að vera nálægt hvor öðrum, nema Mat negglir inn einn bíl þegar hann er búinn með 500m í mestalagi og er úr. Ég og Símon höldum áfram, en ég nennti nú ekkert að bíða eftir honum, fór allt of hægt, og nennti heldur ekki að vera að forðast alla bíla. Mér tókst að snúa tveimur allavegana ansi snyrtilega, þó ég segi sjálfur frá og setja þá þá í veg fyrir aðra sem nelgdu á þá. Og það var helvíti gaman, fékk klapp og fagnaðarlæti frá einhverjum þúsundum held ég, aldrei skeð áður.

En ég held að ég hafi lent í svona sjötta sæti af þrjátíu og eitthvað og Símon þá í fimmta. En það sá heldur varla á bílnum hans. Og ég tel þetta bara fínan árangur miðað við hvað við vorum á litlum bílum. Vorum að keppa við gamlan Volvo og einhverja Forda og aðra mun stærri bíla.

Það voru allskonar kappakstrar á allskonarbílum á undan okkur, við vorum í lokin. Hápunktur kvöldsins.

Þetta var allavegana mjög gaman, þó þetta hafi ekki verið nema í kannski 15 mín.


Innanúr bíl Mat


Bílinn minn nýmálaður og fínn



Brautin , við urðum alltaf að keyra í sömu átt og áttum ekki að fara inn á grasið. Svo í lokinn þá var bara einn beinn kafli lokaður af og síðustu 10 bílarnir settir þar. Þá tók þetta nokkuð fljótt af, var svo þröngt.
Margir mjög flotti bílar þarna.
Þessi trúlega yfir 700 hö og undir 1000 kg.


Bíllinn minn eftir átökin. Á enga betri mynd, voðalega erfitt að taka út af ljósunum.


Mat og Holdeninn

5 comments:

Anonymous said...

Rjúkandi djöfulls snilld Ingólfur!! Þú ert maður dagsins hjá mér..

Til hamingju með glæsilegan árangur á erlendri grund.

Haltu svo áfram að segja okkur lúsablesunum hvað það er gaman hjá þér í NZ.

Kv. Einar Kind

Anonymous said...

geggjað!!!!!! En voruð þið búnnir að finna nafn á liðið????

Ingólfur Kolbeinsson said...

Takk fyrir það Einar.
Já það er ekki amarlegt, þú ert líka maður dagsins hjá mér Einar. Fyrir að taka mig inn sem einn helsta aðdáenda kjeppanna.

Liðsnafnið var Kings Of Kahu. Kahu er nafnið á götunni sem þeir búa á drengirnir. Þetta nafn fékk ekki mitt atkvæði, en meirihlutinn ræður víst...

Anonymous said...

°...MJÖG SVALUR GAMLI, MJÖG SVALUR.. Bið að heilsa kall /hnulli

Anonymous said...

hey jói hér þetta er helvíti flott síða alavega mikklu betri er mín sem ég nennti ekki að klára út af greindavísitölunni minni sem er mjög mikið.. ps gerði mbl.is/xxxpornó eitthvað endilega chekkið á því.
þú stóðst þig vel í keppnini bíddu .......................................................................................................................................................... já bæ jói eða jojo.........eða mo jojojo