Thursday, December 21, 2006

Nokkrar Mikilvægar Staðreyndir um Chuck Norris

chucknorris- Chuck Norris getur skellt vængjahurð.

- Þegar Chuck Norris gerir armbeygjur, lyftir hann ekki búknum upp, hann ýtir jörðinni niður.

- Það tekur Chuck Norris 20 mínútur að horfa á "60 mínútur".

- Þrjár helstu dánarorsakirnar í Bandaríkjunum eru: 1. Hjartasjúkdómar 2. Chuck Norris 3. Krabbamein.

- Chuck Norris hefur talið upp á óteljandi - tvisvar.

- Það eru engin gjöreyðingavopn í Írak, Chuck Norris býr í Oklahoma.

- Chuck Norris getur deilt með núlli.

- Chuck Norris gengur ekki með klukku. HANN ákveður hvað klukkan er.

- Þegar Chuck Norris spilar körfubolta skoppar boltinn sjálfur af ótta.

- Chuck Norris bíður hratt.

- Ef Chuck Norris fellur í á, blotnar hann ekki, áin verður Chuck Norris.

- Sumir eiga Superman náttföt. Superman sefur í Chuck Norris náttfötum.

- Chuck Norris les ekki bækur heldur starir á þær þar til hann hefur fengið sitt.

- Heima hjá Chuck Norris eru engar dyr, aðeins veggir sem hann gengur í gegnum.

- Þróunarkenningin er bara kenning. Á jörðinni lifa þær verur sem Chuck Norris hefur leyft að lifa.

- Grasið er alltaf grænna hinummegin, nema auðvitað að Chuck Norris hafi verið þar, þá er það rautt.

- Ef þú slærð "Chuck Norris getting his ass kicked" inn í goggle færðu upp 0 síður.

Kynnist Kallinum Betur Hér.

Thursday, November 30, 2006

Tutara Race


Jæja sæl aftur vinan.

Við víkingarnir hérna ásamt einum "óhreinum", kepptum í multi sport keppni milli Christchurch og Akaroa.

Vorum ég og Mikki saman í liði og svo voru mótherjarnir Hilmar Svava og Shannon. Þau bættu Shannon í liðið sitt á síðustu stundu, veit ekki alveg hvað það átti að þíða en ég held að þau hafi haldið að það myndi auka möguleikana þeirra á sigri, sem það kannski gerði. En það dugði ekki til, við unnum þau.

Þetta var mjög gaman og krefjandi, hélt samt líkamanum myndi líða mun verr meðan á þessu stóð og eftir, sérstaklega þar sem ég hef nú ekki gert neitt svona áður.

Vil ég koma sérstökum þökkum til Rosie, Heiðars og Maríu sem voru sérlegir aðstoðarmenn okkar og María tók einnig myndirnar sem eru hérna.............


Úrslit keppninar má sjá hér....

Vorum við Mikki liðið Aesir
Svava, Hilmar og Shannon voru liðið Eskimos and Kiwi.

Bið að heilsa.

WRC

Fór að horfa á WRC fyrir tveim vikum síðan.

Flaug til Auckland sem er stærsta borgin á norðureynni. Rallyið var svo í nágrenni Hamilton, sem er 100 þús manna borg. Fór þetta með Valda frænda hennar Þorbjargar.

Það sem stendur upp úr er að Marchus Grönholm vann þetta, og þeir eru alveg fjandi góðir að keyra þessir menn, hefði ekki trúað því fyrr en maður sér það svona með berum augum.
Svo var allur service og super special stagein á sama staðnum, Þetta er húsið sem servicinn var í. Þeir komu þá altaf þarna í hádeginu og á kvöldin.

Kom mér líka mikið á óvart hvað landslagið á norðureyjunni er frábrugðið því hérna. Hérna á suðureyjunni er það meira annaðhvort flatlendi eða stór brött fjöll (fjallgarðar kannski frekar). Meðan norðureyjan er öll í hólum, nánast engin fjöll, og eru þau þá stök.

Hérna eru myndir úr keppninni.......

Og Hérna er video af Marchus...

Thursday, November 16, 2006

Veiðiferð í Arthur´s Pass

Kominn með myndasíðu

Ég Diego og Per ákváðum að fara í þriggja daga veiðiferð í þjóðgarðinn Arthur´s Pass. Fara á mánudegi og koma aftur á miðvikudegi.

  • Sunnudagurinn 12: Veiðurspáin er með viðvörun um heavy rain á þessum slóðum, en við hlustum ekkert á það. Það er nú ekkert að því að blotna smá.
  • Mánudagurinn 13: Labbað í skálann (fjólubláa línan) og ákveðið að gista bara þar, bjórinn og beikonið helvíti þungt. Þetta var um 2 klst ganga og áin krossuð oft og var yfirleitt ekki mikið mál. Um kvöldið nær Per að myrða einn Red Deer og berum við hann upp í skálan en ákveðum að skilja byssurnar eftir, ætluðum að nota þær aftur þarna morguninn eftir. Diegó var annarstaðar að og sá 2 dýr en náði þeim ekki og Per sá einnig annað en náði því ekki.
  • Sunnudagurinn 14: Ég vakanaði nokkrum sinnum um nótinna við miklar þrumur og eldingar. Við vöknum kl: 5 , ætluðum að fara að veiða þá. Lítum út um gluggan og þá var bölvuð áin orðin svona 30 sinnum vatnsmeiri og var svona einn metra frá skálanum, mér leist nú ekkert of vel á þetta. Við ákveðum að okkur myndi ekki líða vel í skálanum næstu nótt og ákveðum að reyna að komast til baka (Græn lína). Skildum dýrið eftir. Þetta var bara helvíti erfið leið, allar "sprænurnar sem flestar voru vatnslausar daginn áður voru flestar orðnar að stórum straumhörðum ám. Komumst samt til baka heilu og höldnu eftir ca 5 tíma göngu. Fórum og gistum í þorpinu þarna og vildum ráðfærast við kunnuga um að komast aftur að veiðastaðnum, hvort það væri hægt án þess að krossa ána. Þeir vildu meina að það væri ekki gerlegt nema fara yfir einhver fjöll og það tæki jafnvel meira en einn dag. Vildum við ná blessuðum byssunum og veðurspáin var góð fyrir morgundaginn en svo bara rigning næstu daga. Ég og Per ákváðum að fara aftur daginn eftir og ná allavega í dýrið.
  • Miðvikudagurinn 15: Ég og Per förum inn aftur (grænu leiðina) og í stuttu máli komum við til baka með byssurnar og 50 kg af kjöti til baka.
Niðurstöður: Þetta var mesta regn á svæðinu í 25 ár, 200 mm heavy rain byrjar í 50 mm. Við vorum heppnir að fara ekki og tjalda eða upp í hinn skálan. Í "Ánni miklu" hafa nokkri misst lífið. Og voru local fólkið helvíti ánægt með okkur að komast til baka, Sögðu þau 13 manns hafa dáið þarna á síðustu árum, veit nú ekki hvað þau ár eru mörg.

Nokkrar myndir.

Mánudagur:

Skálinn, ekki mikið vatn í ánni þarna.


Rosalega fallegt þarna, meðan það rignir allavegana ekki.




Flott dýr




Þriðjudagur:

Tvö tré féllu í kringum skálan um nóttina


Fyrir utan skálan, tekin á sama stað og síðasta myndin á miðvikudag.



Svo var vegurinn á floti þegar við komum til baka.

Tekin á sama stað og fyrsta miðvikudagsmyndin.

Video af ánni.


Miðvikudagur:

Fór á WRC um helgina og það kemur síðar.

Heyrumst.

Wednesday, November 08, 2006

Jake's Stag Do


Sælt veri fólkið.

Jake sem er að fara að ganga í það heilaga innan skamms var tekinn á laugardag og steggjaður.

09:30 Bankað upp hjá honum og hann vakinn.

Farið í paint ball

Borðaður hádegismatur með nokkrum köldum

14:00Farið á sveitakráar rúnt

20:00Komið til Christchurch aftur, farið í afmæli og svo slegið í gegn í bænum.

Drengurinn fékk mjög fallegan brúðarkjól og skyrtu sem hann klæddist það sem eftir lifði dags.

Þurfti hann að gera 10 áskoranir yfir daginn, og tókst þetta bara vel upp hjá honum miðað við ástand og heilsu!!!!

Svo var nú smá svindl með áskoranirnar, hann fann dömu sem var í sömu erindagjörðum.


Og höfðu þau ýmis "vöru"skipti.


Góða nótt.

P.s. Hann kláraði 7 af 10, ekki alveg það sem við ætluðumst til.

Monday, October 30, 2006

Tuatara

Jæja allt gott að frétta,

Það sem er helst á döfinni núna er að ég, ásamt Svövu, Hilmari, Shannon og Mikka erum að fara að keppa í hlaupa-fjallahjóla kajak keppni. Þetta er tvggja daga keppni sem samanstendur af sex leiðum.
Ég og Mikki erum saman í liði og tek ég tvær fjallahjóla og eina hlaupaleið. Leiðir nr 1, 3 og 5

Ég og Svava hjóluðum "léttu" hjólaleiðina í gær og hún var bara ekkert létt. Hún er sögð 18 km og byrjar í 0 m og hæsti punktur er um 800 m.
Hlaupaleiðin er 10 km (eins og fuglinn flýgur) og heildar hækkunin í henni er 890 m

"Erfiða" hjólaleiðin er 18,5 km og hluti af henni er á slóða sem liggur milli fjögura fjalla sem eru öll milli 700 og 800 m. hún byrjar líka niður við sjó. Þessi leið verður tekin næstu helgi.

Um keppnina hér

Svo voru tvö kveðjuparty í vikunni eitt á laugardaginn og eitt á miðvikudag. Derick og Mat að fara.

Svo verð ég bara að lýsa ánægju minn að við séum farinn að veiða hvali á ný. Þetta er búið að vera soldið í fréttunum hérna og maður hefur þurft að útskíra þetta þegar maður kynnir sem Íslending. Það er eins og fólk hugsi oft bara með öðru eyranu.

Heyrumst, landar.

Tuesday, October 24, 2006

Hellaferð

Góðan daginn Íslendingar

Ég ætla að byrja á að koma með nokkur orð sem þið verðið að vera með á hreinu ef þið ætlið að fara að bregða undir ykkur betri fætinum og ferðast til fjarlægra landa. Ég er sjálfur búinn að vera mér til skammar hérna fyrir að vera ekki með þetta allt á hreinu.

  • Singed Sheep Heads
  • Sheep-Head Jelly
  • Offal
  • Ram Testicles
  • Dried Fish
  • Brisket
  • Putrefied Shark
  • Rye Bread
  • Brawn
  • Whey
  • Black Death
  • Skál

En það var farið í hellaferð um helgina. Við héldum að þetta væri bara einhver easy hellaferð, sagt í bókum að þetta væri ekki fyrir litla krakka og maður mætti búast við því að blotna. Við sáum að það rann svo á í gegnum hellinn, bara flott nema þetta var klukkustundar ganga allan tímann ofaní ánni og með drjúgu klifri. ég var nú bara í strandgallanum og var nú orðið drjúg kallt í restina. Dýpst þurfti maður að vaða upp að nafla. Hinir voru í blautbúníngum, þeir hljóta að hafa vitað af þessu en þóttust ekkert vita.

Kom skemmtilega á óvart. Mjög fín ferð sem sagt.



Inngangurinn. Gengum á móti straumnum.

Það er lítið annað að gera nema skella sér útí .


Ég Símon og Mat.


Mat, Ég og Simone.


Mat


Kallinn



Símon


Útgangurinn



Kapparnir komnir út heilu og höldnu

Monday, October 16, 2006

Derby Keppnin

Sælir sveitungar.

Beltin voru spent og bensínið var sett í botn á laugardagskvöldið. Þá settumst við þrír undir stýri og ætluðum okkur að reyna að myrða aðra bíla. Mat hann var á stóra bílnum sem átti að vernda okkur, við ætluðum að reyna að vera nálægt hvor öðrum, nema Mat negglir inn einn bíl þegar hann er búinn með 500m í mestalagi og er úr. Ég og Símon höldum áfram, en ég nennti nú ekkert að bíða eftir honum, fór allt of hægt, og nennti heldur ekki að vera að forðast alla bíla. Mér tókst að snúa tveimur allavegana ansi snyrtilega, þó ég segi sjálfur frá og setja þá þá í veg fyrir aðra sem nelgdu á þá. Og það var helvíti gaman, fékk klapp og fagnaðarlæti frá einhverjum þúsundum held ég, aldrei skeð áður.

En ég held að ég hafi lent í svona sjötta sæti af þrjátíu og eitthvað og Símon þá í fimmta. En það sá heldur varla á bílnum hans. Og ég tel þetta bara fínan árangur miðað við hvað við vorum á litlum bílum. Vorum að keppa við gamlan Volvo og einhverja Forda og aðra mun stærri bíla.

Það voru allskonar kappakstrar á allskonarbílum á undan okkur, við vorum í lokin. Hápunktur kvöldsins.

Þetta var allavegana mjög gaman, þó þetta hafi ekki verið nema í kannski 15 mín.


Innanúr bíl Mat


Bílinn minn nýmálaður og fínn



Brautin , við urðum alltaf að keyra í sömu átt og áttum ekki að fara inn á grasið. Svo í lokinn þá var bara einn beinn kafli lokaður af og síðustu 10 bílarnir settir þar. Þá tók þetta nokkuð fljótt af, var svo þröngt.
Margir mjög flotti bílar þarna.
Þessi trúlega yfir 700 hö og undir 1000 kg.


Bíllinn minn eftir átökin. Á enga betri mynd, voðalega erfitt að taka út af ljósunum.


Mat og Holdeninn

Tuesday, October 10, 2006

Þriðjudagur

Sæl verið þið.

Ég verslaði byssu á sunnudaginn. Og það kom náttúrulega bera eitt merki til greyna. HUSQVARNA. Þetta er Husqvarna 6,5x55. Helvíti góð á tarfana hérna.


Svo var ég að bóka flug á norðureyjuna verð þar 16-20 nóv að horfa á WRC (World Rally Championship). Fer með Valda frænda hennar Þorbjargar. Verður rosalegt, en hann er með bíl og alles þar.

Svo er það Derbyið á laugardaginn, það verður magnað, frétti að það væru um 40 bílar búnir að skrá sig, sem þýðir meiri reikur, meira gúmmí og fleiri fórnarlömb fyrir mig. Bílarnai nánast tilbúnir.

Liðskipan er sem hér segir:

Ökumaður nr.1: Ingólfur Fagri - Ökutæki: Ford Laser

Ökumaður nr.2: Símon - Ökutæki: Nissan eitthvað

Ökumaður nr.3:Mat heilaskurðlæknir - Ökutæki: Holden Commodore

Liðsnafn: Líklegast að það verði Shaving Ryan´s Private

Eini gallinn er að ég lét plata mig í eitthvað tea party hérna í skólanum, fattaði ekki að það væri daginn fyrir derbyið. En þetta er í raun held ég bara ball og húsið opnar kl 10:00 að morgni og svo er ballið búið um 16:00. En hefðin er að fólk er með party fyrir ballið og vaknar kl:04:00 og þarf að vera búið með 6 bjóra fyrir kl 6 og 12 bjóra fyrir kl 12. Hljómsveitir að spila allantíman á útisviði og fínerí.
http://www.ucsa.org.nz/54.html

Já fór einnig á skíði á föstudaginn, geggjað veður og 10 cm af nýjum snjó. Stuttbuxnaveður nánast.

Bið að heilsa í bili,
Ingólfur

Monday, October 02, 2006

Liðsnafn

Halló

Ég þarf að biðja þig, já þig, um að koma með hugmynd að liðsnafni á Demolition Derby liðið okkar. Já þig, á ensku.
Einn gefins eðalbílinn enn bættist í safnið í gær, Ford Laser hvorki meira né minna. Eini tilgangurinn með smíði þessa bíls í upphafi var að enda í okkar höndum. Við erum allavegana þrír sem erum að fara og einn enn er að leita sér að bíl. Verður rosalegt.


Hérna eru smá upphitunarmyndbönd fyrir ykkur.
http://www.demolitionderby.co.nz/2005/Movies/Derby%20Short.wmv
http://www.demolitionderby.co.nz/2005/Movies/Derby%20Long.wmv


Ford Laser
Fór á fjallahjól um helgina upp í Port Hills sem eru hæðir hérna í borginni nánast. En leiðin sem við fórum niður var notuð um daginn í heimsmeistaramótinu í mountain biking, eða hvað sem það er nú kallað! En allavegana kom þetta mér alveg skemmtilega á óvart.


Derek

Ég