Tuatara
Jæja allt gott að frétta,
Það sem er helst á döfinni núna er að ég, ásamt Svövu, Hilmari, Shannon og Mikka erum að fara að keppa í hlaupa-fjallahjóla kajak keppni. Þetta er tvggja daga keppni sem samanstendur af sex leiðum.
Ég og Mikki erum saman í liði og tek ég tvær fjallahjóla og eina hlaupaleið. Leiðir nr 1, 3 og 5
Ég og Svava hjóluðum "léttu" hjólaleiðina í gær og hún var bara ekkert létt. Hún er sögð 18 km og byrjar í 0 m og hæsti punktur er um 800 m.
Hlaupaleiðin er 10 km (eins og fuglinn flýgur) og heildar hækkunin í henni er 890 m
"Erfiða" hjólaleiðin er 18,5 km og hluti af henni er á slóða sem liggur milli fjögura fjalla sem eru öll milli 700 og 800 m. hún byrjar líka niður við sjó. Þessi leið verður tekin næstu helgi.
Um keppnina hér
Svo voru tvö kveðjuparty í vikunni eitt á laugardaginn og eitt á miðvikudag. Derick og Mat að fara.
Svo verð ég bara að lýsa ánægju minn að við séum farinn að veiða hvali á ný. Þetta er búið að vera soldið í fréttunum hérna og maður hefur þurft að útskíra þetta þegar maður kynnir sem Íslending. Það er eins og fólk hugsi oft bara með öðru eyranu.
Heyrumst, landar.
8 comments:
Það er aldeilis - ertu bara í þrusuformi? sé ekki alveg að þú hefðir tekið þátt í svona hérna heima... ;) En gaman að því, skemmtilegt að heyra hvað þú ert alltaf mikið að gera. Meðan við rotnum bara hérna á klakanum
Vill taka það fram að Helga talar ekki fyrir munn allra Íslendinga.. Ég er t.d. ekki að rotna! Ég er frekar í fullu fjöri, þó ekki svo miklu að ég fari að keppa í hjólreiðum eða hlaupum yfir heiðar..
Gangi þér vel Ignólfur og láttu ekki þitt eftir liggja.
Kv. Einar Kind
Það er gott að heyra Eignar, ég hef ekki upplifað þessa rotnunartilfinningu heima!!!
En mér finnst nú að samtök íþróttafréttamanna hjá Sunnlenska ættu að senda einn blaðasnáp hingað til að fylgjast með hinum miklum afrekum Íslendindinga á erlendri grundu.
Mikið er ég nú sammála því, þarsem gróskan í íþróttum hjá Íslendingum í NZ virðist vera á hæðsta stigi.!
Flottar buxur mar
...glæsilegur dans félagi... bið að heilsa... Hnulli
Golli minn!! ég er kominn með ástæðuna fyrir því að þú og Þorbjörg hættuð saman.......
miðað við þessar buxur þá getur ekki annað verið en þú sért þveröfugur.. gott að sjá að þú ert að opna þig........
Já má vera, en ég hef nú samt ekki látið það eftir mér að fjárfesta í buxum sem þessum, ennþá!!!! Þó þær fari mér svona einstaklega vel.
Post a Comment